Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Jökull Arngeir Guðmundsson skrifar 2. apríl 2019 14:53 Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun