Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 07:38 Frá neðri deild breska þingsins. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að skipa Theresu May, forsætisráðherra, að biðja Evrópusambandið um frest á útgöngu Bretlands með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Tillögunni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Forsvarsmenn sambandsins hafa sagt að frekari skammtímafrestun sé ekki í boði en hafa ekki útilokað að veita frest til lengri tíma. Samkvæmt tillögunni sem Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, lagði fram á May að biðja ESB um frest umfram 12. apríl en það yrði í höndum þingsins að ákveða hversu langan. Lávarðadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Evrópusambandið þarf að samþykkja að veita frestinn. Ríkisstjórn May reyndi að takmarka áhrif frumvarpsins en breytingartillaga var felld með 180 atkvæða mun. Það er næst stærsti ósigur ríkisstjórnar í neðri deildinni í samtímasögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá stærsti var þegar útgöngusamningur May var felldur í janúar. Frumvarpið segir ríkisstjórnin að bindi hendur May verulega í samningaviðræðum um frestun við Evrópusambandið. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að skipa Theresu May, forsætisráðherra, að biðja Evrópusambandið um frest á útgöngu Bretlands með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Tillögunni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Forsvarsmenn sambandsins hafa sagt að frekari skammtímafrestun sé ekki í boði en hafa ekki útilokað að veita frest til lengri tíma. Samkvæmt tillögunni sem Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, lagði fram á May að biðja ESB um frest umfram 12. apríl en það yrði í höndum þingsins að ákveða hversu langan. Lávarðadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Evrópusambandið þarf að samþykkja að veita frestinn. Ríkisstjórn May reyndi að takmarka áhrif frumvarpsins en breytingartillaga var felld með 180 atkvæða mun. Það er næst stærsti ósigur ríkisstjórnar í neðri deildinni í samtímasögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá stærsti var þegar útgöngusamningur May var felldur í janúar. Frumvarpið segir ríkisstjórnin að bindi hendur May verulega í samningaviðræðum um frestun við Evrópusambandið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52