Þetta eru leikmennirnir sem hafa mest að sanna í úrslitakeppni NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 17:30 James Harden hefur komist einu sinni í lokaúrslitin en það var sem leikmaður Oklahoma City Thunder fyrir sjö árum. Getty/ Greg Nelson Þetta verður óvenjuleg úrslitakeppni því í fyrsta sinn í þrettán þarf enginn að velta því fyrri sér hversu langt liðið hans LeBron James kemst. Nú er komið að öðrum stjörnum að skína, sérstaklega í Austurdeildinni þar sem liðið hans LeBron James hefur verið í lokaúrslitunum undanfarin átta ár. LeBron James skipti yfir í Vesturdeildina en tókst ekki að koma liði Los Angeles Lakers í úrslitakeppnina. Golden State Warriors getur unnið NBA-titilinn þriðja árið í röð og er sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir svolíið misjafnt gengi í vetur. NBA-sérfræðingurinn Chris Broussard á FOX Sports hefur sýna skoðun á því hvaða leikmenn þurfa að gera eitthvað merkilegt í úrslitakeppninni í ár til að sanna tilvörurétt sinn í hópi þeirra bestu í NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá hann raða þeim upp.Top 6 NBA Players that have THE MOST to prove in the Playoffs according to @Chris_Broussard: 6. Chris Paul 5. DeMarcus Cousins 4. Russell Westbrook 3. Kyrie Irving 2. Giannis Antetokounmpo 1. James Harden Find out why:https://t.co/BCA7a5pTb1 — FOX Sports Radio (@FoxSportsRadio) April 4, 2019Kyrie Irving er sá eini af þessum leikmaður sem hefur orðið NBA-meistari en hann vann NBA-titilinn með LeBron James árið 2016. Hrinir eru á eftir sínum fyrsta NBA-titli. Þar á meðal eru Giannis Antetokounmpo og James Harden en það þykir líklegast að annar hvor þeirra verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa tekið risastökk á síðustu árum og ekkert þeirra stærra en í ár þar sem liðið er með besta sigurhlutfallið í allri NBA-deildinni. Milwaukee Bucks datt úr í fyrstu umferð síðustu tvö tímabil og hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 2001. James Harden hefur spilað með Houston Rockets frá 2012 og undanfarin ár hefur liðið komist lengra í úrslitakeppninni á hverju ári. Liðið datt út í fyrstu umferð 2016, komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar 2017 og í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði í oddaleik fyrir Golden State Warriors. Næsta skref er að komast í lokaúrslitin. Þarna eru líka Chris Paul og Russell Westbrook sem og vandræðagemlingurinn DeMarcus Cousins sem ætlar nú að reyna að hjálpa Golden State Warrios að vinna fjórða NBA-titilinn á fimm árum. Chris Paul er á sínu tímabili í NBA en hefur aldrei komist í lokaúrslitin. Hann er nú í aðalhlutverki með James Harden hjá Houston Rockets en Harden fór á sínum tíma í úrslitin með Oklahoma City Thunder með Russell Westbrook og Kevin Durant (2012). NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Þetta verður óvenjuleg úrslitakeppni því í fyrsta sinn í þrettán þarf enginn að velta því fyrri sér hversu langt liðið hans LeBron James kemst. Nú er komið að öðrum stjörnum að skína, sérstaklega í Austurdeildinni þar sem liðið hans LeBron James hefur verið í lokaúrslitunum undanfarin átta ár. LeBron James skipti yfir í Vesturdeildina en tókst ekki að koma liði Los Angeles Lakers í úrslitakeppnina. Golden State Warriors getur unnið NBA-titilinn þriðja árið í röð og er sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir svolíið misjafnt gengi í vetur. NBA-sérfræðingurinn Chris Broussard á FOX Sports hefur sýna skoðun á því hvaða leikmenn þurfa að gera eitthvað merkilegt í úrslitakeppninni í ár til að sanna tilvörurétt sinn í hópi þeirra bestu í NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá hann raða þeim upp.Top 6 NBA Players that have THE MOST to prove in the Playoffs according to @Chris_Broussard: 6. Chris Paul 5. DeMarcus Cousins 4. Russell Westbrook 3. Kyrie Irving 2. Giannis Antetokounmpo 1. James Harden Find out why:https://t.co/BCA7a5pTb1 — FOX Sports Radio (@FoxSportsRadio) April 4, 2019Kyrie Irving er sá eini af þessum leikmaður sem hefur orðið NBA-meistari en hann vann NBA-titilinn með LeBron James árið 2016. Hrinir eru á eftir sínum fyrsta NBA-titli. Þar á meðal eru Giannis Antetokounmpo og James Harden en það þykir líklegast að annar hvor þeirra verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa tekið risastökk á síðustu árum og ekkert þeirra stærra en í ár þar sem liðið er með besta sigurhlutfallið í allri NBA-deildinni. Milwaukee Bucks datt úr í fyrstu umferð síðustu tvö tímabil og hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 2001. James Harden hefur spilað með Houston Rockets frá 2012 og undanfarin ár hefur liðið komist lengra í úrslitakeppninni á hverju ári. Liðið datt út í fyrstu umferð 2016, komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar 2017 og í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði í oddaleik fyrir Golden State Warriors. Næsta skref er að komast í lokaúrslitin. Þarna eru líka Chris Paul og Russell Westbrook sem og vandræðagemlingurinn DeMarcus Cousins sem ætlar nú að reyna að hjálpa Golden State Warrios að vinna fjórða NBA-titilinn á fimm árum. Chris Paul er á sínu tímabili í NBA en hefur aldrei komist í lokaúrslitin. Hann er nú í aðalhlutverki með James Harden hjá Houston Rockets en Harden fór á sínum tíma í úrslitin með Oklahoma City Thunder með Russell Westbrook og Kevin Durant (2012).
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira