Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 10:00 Öll skot Hayward í nótt sungu í netinu vísir/getty Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira