Síðustu tvö ár algjörar andstæður fyrir nýju meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 17:45 Kyle Guy fagnar titlinum eftir að lokaflautið gall. AP/David J. Phillip Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019 Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019
Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira