Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 10:46 Michael Jackson með drengjunum James Safechuck (til vinstri) og Wade Robson (til hægri). HBO Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira
Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd.
Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira
Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00
Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51
Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26