Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 09:45 Þessi 737 MAX-þota fær ekki að yfirgefa Soekarno-Hatta alþjóðaflugvöllinn í Cenkareng í Indónesíu. Getty/bloomberg Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns; flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Þar er búist við að framtíð hinna margumræddu 737 MAX-véla verði til umræðu og telja greinendur að fundarboðið sé til marks um að hugbúnaðaruppfærsla, sem beðið hefur verið eftir, sé handan við hornið. Icelandair, sem hefur verið með þrjár 737 MAX-þotur í rekstri, hyggst senda fulltrúa sína á fundinn. Boeing sætti nýrri gagnrýni um helgina frá fulltrúum flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem horfði upp á 737 MAX 8-þotu sína farast með á annað hundrað farþega innanborðs fyrir um hálfum mánuði. Í samtali við fjölmiðla um helgina lýstu aðstandendur flugfélagsins yfir efasemdum um að Boeing hafi nokkurn tímann sagt flugmönnum frá hugbúnaðinum sem talinn er hafa valdið slysinu í Eþíópíu - rétt eins og Indónesíu hálfu ári áður. Um er að ræða eiginleika MCAS-flugstjórnarkerfisins sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Slysin leiddu til kyrrsetningar á 737 MAX-vélum um allan heim, með tilheyrandi raski á áætlunarflugi og tapi fyrir flugvélaframleiðendur. Til að mynda hafa forsvarsmenn flugfélagsins Garuda Indonesia lýst því yfir að þeir hafi afpantað 49 eintök af 737 MAX-vélum sökum vantrausts farþega.Búið var að panta rúmlega 4000 Boeing 737 MAX-vélar áður en slík vél fórst fyrir rúmum hálfum mánuði.Getty/Cameron SpencerForstjóri fyrirtækisins segir í samtali við Reuters að Garuda sé eitt þeirra flugfélaga sem hafi fengið boð á fyrrnefndan fund í höfuðstöðvum Boeing í Renton í Washingtonríki. Fyrirvarinn hafi hins vegar verið of stuttur, fundarboðið var sent á föstudag, og því geti Garuda ekki sent fulltrúa sinn á fundinn. Fjöldi annarra flugfélaga hefur þó boðað komu sína, til að mynda asísku flugfélögin Singapore Airlines og Korean Air. Fundinum er lýst sem viðleitni Boeing til að ná til kaupenda 737 MAX-vélanna og stjórnvalda í ríkjum þeirra. Þar verða hinar ýmsu breytingar á hugbúnaði vélanna kynntar, auk þess sem farið verður yfir nýjar ráðleggingar Boeing til flugmanna vélanna. Frá því að 737 MAX-vélin fórst undan ströndum Jövu í október hefur flugvélaframleiðandinn ítrekað minnt á að öll svör megi finna í handbók vélanna, eins og fram kom í máli fulltrúa Icelandair sem fréttastofa ræddi við á sínum tíma. Ætla má af þessu að einhverjar breytingar verði því gerðar á umræddri handbók.Icelandair mætir „Við höfum skipulagt, og munum halda áfram að skipuleggja fundi til að ræða við alla núverandi og hina mörgu fyrirhuguðu eigendur MAX-vélanna,“ segir upplýsingafulltrúi Boeing í samtali við Reuters. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að íslenska flugfélagið muni senda sína fulltrúa á fund Boeing í Washingtonríki. Icelandair eigi í „samstarfi við Boeing alla daga og sitjum reglulega fundi með þeim.“ Fundurinn á miðvikudag sé liður í því samstarfi og munu því einstaklingar á vegum Icelandair sitja umræddan stöðufund um málið.Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt í samræmi við svar sem barst frá Icelandair á ellefta tímanum. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns; flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Þar er búist við að framtíð hinna margumræddu 737 MAX-véla verði til umræðu og telja greinendur að fundarboðið sé til marks um að hugbúnaðaruppfærsla, sem beðið hefur verið eftir, sé handan við hornið. Icelandair, sem hefur verið með þrjár 737 MAX-þotur í rekstri, hyggst senda fulltrúa sína á fundinn. Boeing sætti nýrri gagnrýni um helgina frá fulltrúum flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem horfði upp á 737 MAX 8-þotu sína farast með á annað hundrað farþega innanborðs fyrir um hálfum mánuði. Í samtali við fjölmiðla um helgina lýstu aðstandendur flugfélagsins yfir efasemdum um að Boeing hafi nokkurn tímann sagt flugmönnum frá hugbúnaðinum sem talinn er hafa valdið slysinu í Eþíópíu - rétt eins og Indónesíu hálfu ári áður. Um er að ræða eiginleika MCAS-flugstjórnarkerfisins sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Slysin leiddu til kyrrsetningar á 737 MAX-vélum um allan heim, með tilheyrandi raski á áætlunarflugi og tapi fyrir flugvélaframleiðendur. Til að mynda hafa forsvarsmenn flugfélagsins Garuda Indonesia lýst því yfir að þeir hafi afpantað 49 eintök af 737 MAX-vélum sökum vantrausts farþega.Búið var að panta rúmlega 4000 Boeing 737 MAX-vélar áður en slík vél fórst fyrir rúmum hálfum mánuði.Getty/Cameron SpencerForstjóri fyrirtækisins segir í samtali við Reuters að Garuda sé eitt þeirra flugfélaga sem hafi fengið boð á fyrrnefndan fund í höfuðstöðvum Boeing í Renton í Washingtonríki. Fyrirvarinn hafi hins vegar verið of stuttur, fundarboðið var sent á föstudag, og því geti Garuda ekki sent fulltrúa sinn á fundinn. Fjöldi annarra flugfélaga hefur þó boðað komu sína, til að mynda asísku flugfélögin Singapore Airlines og Korean Air. Fundinum er lýst sem viðleitni Boeing til að ná til kaupenda 737 MAX-vélanna og stjórnvalda í ríkjum þeirra. Þar verða hinar ýmsu breytingar á hugbúnaði vélanna kynntar, auk þess sem farið verður yfir nýjar ráðleggingar Boeing til flugmanna vélanna. Frá því að 737 MAX-vélin fórst undan ströndum Jövu í október hefur flugvélaframleiðandinn ítrekað minnt á að öll svör megi finna í handbók vélanna, eins og fram kom í máli fulltrúa Icelandair sem fréttastofa ræddi við á sínum tíma. Ætla má af þessu að einhverjar breytingar verði því gerðar á umræddri handbók.Icelandair mætir „Við höfum skipulagt, og munum halda áfram að skipuleggja fundi til að ræða við alla núverandi og hina mörgu fyrirhuguðu eigendur MAX-vélanna,“ segir upplýsingafulltrúi Boeing í samtali við Reuters. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að íslenska flugfélagið muni senda sína fulltrúa á fund Boeing í Washingtonríki. Icelandair eigi í „samstarfi við Boeing alla daga og sitjum reglulega fundi með þeim.“ Fundurinn á miðvikudag sé liður í því samstarfi og munu því einstaklingar á vegum Icelandair sitja umræddan stöðufund um málið.Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt í samræmi við svar sem barst frá Icelandair á ellefta tímanum.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45