Formaður BÍ segir enga ástæðu til að aðhafast vegna bréfs ÍFF Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 14:23 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. Flugmannafélag Íslands fór þess á leit við Hjálmar að hefja rannsókn á „hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Sjá nánar: Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Hjálmar segir í samtali við fréttastofu að enginn fótur sér fyrir því sem ýjað er að í bréfinu og segist ekki ætla gera nokkurn skapaðan hlut í framhaldinu. „Það er engin ástæða til að gera nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir blaðamenn hafa ábyrgð gagnvart íslenskum almenningi að upplýsa um mikilvæg neytendafyrirtæki og það er enginn fótur fyrir þessu.“ Hjálmar segist hafa skilning á því að menn hafi áhyggjur af atvinnu sinni vegna rekstrarerfiðleika WOW air en að rekja einhvern hluta erfiðleikanna sé líkt og „að fara í geitahús að leita ullar“. Sé litið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla um Icelandair sjái hann ekki betur en að sú umfjöllunin hafi verið alveg jafn gagnrýnin og með sama hætti og á við um WOW air. Fjölmiðlar hafi sagt frá því sem fréttnæmt er hverju sinni. „Enda skiptir það gríðarlegu máli fyrir íslenskan almenning að þessi flugfélög séu í öruggum höndum enda búin að selja farseðla langt fram í tímann til dæmis.“Færsla vegna málsins hefur verið skrifuð á vefsvæði Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27. mars 2019 13:28 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. Flugmannafélag Íslands fór þess á leit við Hjálmar að hefja rannsókn á „hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Sjá nánar: Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Hjálmar segir í samtali við fréttastofu að enginn fótur sér fyrir því sem ýjað er að í bréfinu og segist ekki ætla gera nokkurn skapaðan hlut í framhaldinu. „Það er engin ástæða til að gera nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir blaðamenn hafa ábyrgð gagnvart íslenskum almenningi að upplýsa um mikilvæg neytendafyrirtæki og það er enginn fótur fyrir þessu.“ Hjálmar segist hafa skilning á því að menn hafi áhyggjur af atvinnu sinni vegna rekstrarerfiðleika WOW air en að rekja einhvern hluta erfiðleikanna sé líkt og „að fara í geitahús að leita ullar“. Sé litið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla um Icelandair sjái hann ekki betur en að sú umfjöllunin hafi verið alveg jafn gagnrýnin og með sama hætti og á við um WOW air. Fjölmiðlar hafi sagt frá því sem fréttnæmt er hverju sinni. „Enda skiptir það gríðarlegu máli fyrir íslenskan almenning að þessi flugfélög séu í öruggum höndum enda búin að selja farseðla langt fram í tímann til dæmis.“Færsla vegna málsins hefur verið skrifuð á vefsvæði Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27. mars 2019 13:28 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27. mars 2019 13:28