Minnihlutinn og margfeldiskosning Friðrik Friðriksson skrifar 13. mars 2019 12:15 Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun