Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:03 Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Vísir/Getty Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“ Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“
Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira