Faðir brimbrettarokksins látinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 21:29 Dick Dale var mikill brautryðjandi í tónlist. Vísir/Getty Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira