Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 23:15 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Mynd/Norska lögreglan Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33
Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34