Stórsóknarfórn Óttar Guðmundsson skrifar 2. mars 2019 08:30 Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun