Dómsmálanefnd hefur rannsókn á Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 23:27 Demókratar hafa nú yfirráðin í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. Formaður nefndarinnar segir að nefndin muni krefjast gagna frá meira en 60 einstaklingum og samtökum vegna rannsóknarinnar. Reuters greinir frá. Nefndin hefur meðl annars í hyggju að óska eftir skjölum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Donald Trump jr., syni Trump sem og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump Organization, regnhlífarfyrirtæki viðskiptaveldis Trump. „Við ætlum að hefja rannsókn á misbeitinu valds, spillingu og hindrun framgangs réttvísinnar,“ sagði demókratinn Jerrold Nadler sem er formaður nefndarinnar. Eftir að demókratar náði völdum í fulltrúadeildinni, neðri deild Bandaríkjaþings, í síðustu kosningum var fastlega gert ráð fyrir því að þeir myndu nýta völd sín þar til þess að hefja rannsóknir á embættisfærslum Trump, sem og aðdraganda þess að hann varð forseti..@GStephanopoulos: "Do you think the president obstructed justice?" House judiciary chairman Jerry Nadler: "Yes, I do. It's very clear that the president obstructed justice" https://t.co/wfNCqwM10ypic.twitter.com/Xj02wV33Lx — This Week (@ThisWeekABC) March 3, 2019 Nadler var til viðtals á ABC-sjónvarpstöðinni fyrr í dag þar sem hann sagði að það væri augljóst að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar. Það væri hins vegar verkefni nefndarinnar nú að færa almenningi sönnunargögn um slíkt athæfi forsetans. Máli sínu til stuðnings nefndi Nadler brottrekstur James Comey, sem gegndi embætti forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Var hann yfirumsjónarmaður rannsóknar FBI á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegum tengslum framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. Formaður nefndarinnar segir að nefndin muni krefjast gagna frá meira en 60 einstaklingum og samtökum vegna rannsóknarinnar. Reuters greinir frá. Nefndin hefur meðl annars í hyggju að óska eftir skjölum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Donald Trump jr., syni Trump sem og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump Organization, regnhlífarfyrirtæki viðskiptaveldis Trump. „Við ætlum að hefja rannsókn á misbeitinu valds, spillingu og hindrun framgangs réttvísinnar,“ sagði demókratinn Jerrold Nadler sem er formaður nefndarinnar. Eftir að demókratar náði völdum í fulltrúadeildinni, neðri deild Bandaríkjaþings, í síðustu kosningum var fastlega gert ráð fyrir því að þeir myndu nýta völd sín þar til þess að hefja rannsóknir á embættisfærslum Trump, sem og aðdraganda þess að hann varð forseti..@GStephanopoulos: "Do you think the president obstructed justice?" House judiciary chairman Jerry Nadler: "Yes, I do. It's very clear that the president obstructed justice" https://t.co/wfNCqwM10ypic.twitter.com/Xj02wV33Lx — This Week (@ThisWeekABC) March 3, 2019 Nadler var til viðtals á ABC-sjónvarpstöðinni fyrr í dag þar sem hann sagði að það væri augljóst að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar. Það væri hins vegar verkefni nefndarinnar nú að færa almenningi sönnunargögn um slíkt athæfi forsetans. Máli sínu til stuðnings nefndi Nadler brottrekstur James Comey, sem gegndi embætti forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Var hann yfirumsjónarmaður rannsóknar FBI á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegum tengslum framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50