Harden í ham er Houston fór létt með Boston | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 07:30 James Harden skorar og skorar. vísir/getty Houston Rockets fór tiltölulega létt með að leggja Boston Celtics að velli í NBA-deildinnni í körfubolta í nótt en gestirnir náðu fljótt miklu forskoti og héldu út og unnu níu stiga sigur, 115-104. Það var smá bras á Houston undir lokin þegar að Boston kom með áhlaup í fjórða leikhluta en það var líka án síns besta manns í restina, James Harden, sem fékk sex villur og þurfti frá að hverfa. Það kemur væntanlega ekki nokkrum lifandi manni á óvart að Harden var stigahæstur sinna manna með 42 stig en þetta er í 24. skipti á tímabilinu sem að hann skorar 40 stig eða meira í leik. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur. Houston er nú búið að vinna fimm leiki í röð og situr í fimmta sæti vestursins en Oklahoma City Thunder er aðeins einum sigri á undan sem og Portland sem að vann í nótt. Það er mjótt á mununum í baráttunni í vestrinu.Russell Westbrook sýndi hvað í honum býr í flottum endurkomusigri OKC Thunder á heimavelli gegn Memphis Grizzlies í nótt, 99-95, en OKC sneri við leiknum í fjórða leikhluta. Heimamenn voru mest sjö stigum undir en Westbrook fór í gang, skoraði tólf af 22 stigum sínum í leiknum í síðasta fjórðungnum og kláraði leikinn fyrir Thunder en liðið var búið að tapa fjórum í röð áður en kom að leiknum í nótt. OKC var án Paul George sem er frá vegna meiðsla á öxl en Denis Scrhörder skoraði 17 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Thunder sem er áfram í baráttu um efstu sætin í vesturdeildinni.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 108-118 Boston Celtics - Houston Rockets 104-115 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 118-123 LA CLippers - NY Knicks 128-107 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 107-93 Detroit Pistons - Toronto Raptors 112-107 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 135-121 OKC Thunder - Memphis Grizzlies 99-95 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Houston Rockets fór tiltölulega létt með að leggja Boston Celtics að velli í NBA-deildinnni í körfubolta í nótt en gestirnir náðu fljótt miklu forskoti og héldu út og unnu níu stiga sigur, 115-104. Það var smá bras á Houston undir lokin þegar að Boston kom með áhlaup í fjórða leikhluta en það var líka án síns besta manns í restina, James Harden, sem fékk sex villur og þurfti frá að hverfa. Það kemur væntanlega ekki nokkrum lifandi manni á óvart að Harden var stigahæstur sinna manna með 42 stig en þetta er í 24. skipti á tímabilinu sem að hann skorar 40 stig eða meira í leik. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur. Houston er nú búið að vinna fimm leiki í röð og situr í fimmta sæti vestursins en Oklahoma City Thunder er aðeins einum sigri á undan sem og Portland sem að vann í nótt. Það er mjótt á mununum í baráttunni í vestrinu.Russell Westbrook sýndi hvað í honum býr í flottum endurkomusigri OKC Thunder á heimavelli gegn Memphis Grizzlies í nótt, 99-95, en OKC sneri við leiknum í fjórða leikhluta. Heimamenn voru mest sjö stigum undir en Westbrook fór í gang, skoraði tólf af 22 stigum sínum í leiknum í síðasta fjórðungnum og kláraði leikinn fyrir Thunder en liðið var búið að tapa fjórum í röð áður en kom að leiknum í nótt. OKC var án Paul George sem er frá vegna meiðsla á öxl en Denis Scrhörder skoraði 17 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Thunder sem er áfram í baráttu um efstu sætin í vesturdeildinni.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 108-118 Boston Celtics - Houston Rockets 104-115 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 118-123 LA CLippers - NY Knicks 128-107 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 107-93 Detroit Pistons - Toronto Raptors 112-107 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 135-121 OKC Thunder - Memphis Grizzlies 99-95
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti