Segir mikinn áhuga á 27 milljóna Sushiplássi á Stjörnutorgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Sushibarinn express stendur á miðju Stjörnutorgi. Vísir/vilhelm Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54