Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 07:28 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016. Þá komu fram gögn um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá forseta Úkraínu sem var hallur undir Rússa. AP/José Luis Magana Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15