Halldór Jóhann: Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 8. mars 2019 22:56 Halldór er á sínu síðasta tímabili með FH. VÍSIR/DANÍEL „ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45