Gengið á höfuðstólinn Sigurður Hannesson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Sigurður Hannesson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun