Gervigreind er að breyta okkar lífi Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun