„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:54 Þúsundir manna hafa flúið frá síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún. Írak Sýrland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún.
Írak Sýrland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira