Við höfum öll hlutverk – verndum börn samfélagsins Ellen Calmon skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun