Völd hinna valdalausu Þorvaldur Gylfason skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Reykjavík – Kosningar eru ær og kýr lýðræðisins ásamt frjálsum fjölmiðlum og óháðum dómstólum. Tökum Bandaríkin, elzta lýðræðisríki heims. Þar er fulltrúadeild þingsins í Washington kosin öll eins og hún leggur sig annað hvert ár. Fjöldi kjörinna fulltrúa hvers ríkis fer eftir íbúafjölda. Forseti landsins er kjörinn á fjögurra ára fresti og fær ekki að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Öldungadeildarþingmenn eru kjörnir til sex ára í senn, tveir frá hverju ríki óháð íbúafjölda, og er þriðjungur þeirra kjörinn annað hvert ár.Að rétta hlut sinn Þeir sem telja sig bera skarðan hlut frá borði geta reynt að rétta hlut sinn í kjörklefanum og gera það iðulega. Kosningar eru eina færa leiðin sem fólkið hefur til að breyta stefnu stjórnvalda, til að rétta kúrsinn. Reynslan sýnir þó að leiðin er torfær vestra enda er kosningaþátttaka almennings eftir því lítil þar borið saman við Evrópu. Bandarískir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar hafa að undanförnu birt bók eftir bók til að afhjúpa brestina í lýðræðisskipan landsins sem höfundar stjórnarskrárinnar reyndu að gera sem bezt úr garði 1787 með góðum árangri þar til nýlega að fölva hefur slegið á stjórnarskipunina. Það sést m.a. á því að tveir af síðustu þrem forsetum landsins náðu kjöri þótt höfuðandstæðingar þeirra fengju mun fleiri atkvæði á landsvísu. Kjörnir fulltrúar hafa vanrækt hagsmunamál almennings. Kaupmáttur venjulegra launa hefur staðið í stað áratug fram af áratug, kostnaður heilbrigðisþjónustu og háskólamenntunar hefur rokið upp úr öllu valdi, skólum hrakar og aðrir innviðir grotna niður. Fólkið vill þetta auðvitað ekki, en samt gerist það. Fórnarlömb ófarnaðarins fá ekki rönd við reist. Þessi lýsing á við um Bandaríkin og sumpart einnig um Bretland en ekki um Evrópu yfirleitt nema að litlu leyti. Bandaríkin og einnig Bretland að minna leyti hafa leyft misskiptingu auðs og tekna að ágerast umfram Evrópulöndin á meginlandinu þar sem reynt hefur verið að sporna gegn misskiptingu þótt hún hafi einnig ágerzt þar. Misskipting ógnar lýðræði Vanda Bandaríkjanna má að nokkru leyti rekja til þess að auðmenn hafa hert undirtökin í efnahagslífi landsins og einnig á vettvangi stjórnmálanna. Steininn tók úr 2010 þegar Hæstiréttur felldi úr gildi með eins atkvæðis mun – fimm atkvæðum gegn fjórum! – allar hömlur á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi með þeim rökum að það heyri til mannréttinda að fá að kaupa sér atfylgi stjórnmálamanna. Peningar tóku völdin í boði Hæstaréttar. Síðan hefur lýðræði í Bandaríkjunum hnignað smám saman skv. viðteknum mælikvörðum. Öll Vestur-Evrópulönd og m.a.s. nokkur fv. kommúnistaríki, þ. á m. Eistland, Lettland og Litháen, státa nú af stöndugra lýðræði en Bandaríkin. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis (1856-1941) greindi vandann. Hann sagði: „Við getum haft lýðræði í þessu landi eða við getum haft mikinn auð á fárra höndum en við getum ekki haft hvort tveggja.“ Sagan gæti endurtekið sig Hér heima virðist nú stefna í löngu fyrirsjáanleg verkföll. Átökin á vinnumarkaði nú eru sprottin úr jarðvegi misskiptingar og hnignandi lýðræðis. Að þessu leyti svipar Íslandi frekar til Bandaríkjanna og Bretlands en t.d. til annarra Norðurlanda þar sem allt er með kyrrum kjörum. Á Íslandi býr margt fólk sem telur sig bera skarðan hlut frá borði. Þessu fólki hefur ekki tekizt að rétta hlut sinn við kjörborðið. Því býst það nú til að reyna að rétta hlut sinn í kjarasamningum svo sem óbreytt vinnumarkaðslöggjöf frá 1938 veitir færi á. Það býst til að beita samtakamætti sínum til að knýja fram leiðréttingu sinna mála. Þessi kostur er ekki í boði í Bandaríkjunum þar sem miðstýringu kjarasamninga hefur aldrei verið til að dreifa og ekki heldur í Bretlandi þar sem horfið var frá miðstýringu eftir 1980. Leiði vinnudeilurnar nú til ríkisstjórnarslita og nýrra alþingiskosninga, þá mun margt af þessu fólki væntanlega skoða það sem velkominn kaupauka úr því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa vanrækt hagsmuni láglaunafólks og gefið lýðræðinu langt nef. Sagan geymir hliðstæð dæmi um stjórnarslit vegna ágreinings um kaup og kjör. Hermann Jónasson forsætisráðherra fór á fund Alþýðusambandsins 1958 til að biðja menn þar að fresta umsaminni kauphækkun. Beiðninni var hafnað með yfirgnæfandi meiri hluta. Ríkisstjórn Hermanns fór frá. Svipað gerðist 1974 þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing og boðaði til þingkosninga eftir að Björn Jónsson ráðherra, í leyfi frá starfi sínu sem forseti ASÍ, sagði sig úr stjórninni og felldi hana vegna ágreinings um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Kosningar eru ær og kýr lýðræðisins ásamt frjálsum fjölmiðlum og óháðum dómstólum. Tökum Bandaríkin, elzta lýðræðisríki heims. Þar er fulltrúadeild þingsins í Washington kosin öll eins og hún leggur sig annað hvert ár. Fjöldi kjörinna fulltrúa hvers ríkis fer eftir íbúafjölda. Forseti landsins er kjörinn á fjögurra ára fresti og fær ekki að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Öldungadeildarþingmenn eru kjörnir til sex ára í senn, tveir frá hverju ríki óháð íbúafjölda, og er þriðjungur þeirra kjörinn annað hvert ár.Að rétta hlut sinn Þeir sem telja sig bera skarðan hlut frá borði geta reynt að rétta hlut sinn í kjörklefanum og gera það iðulega. Kosningar eru eina færa leiðin sem fólkið hefur til að breyta stefnu stjórnvalda, til að rétta kúrsinn. Reynslan sýnir þó að leiðin er torfær vestra enda er kosningaþátttaka almennings eftir því lítil þar borið saman við Evrópu. Bandarískir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar hafa að undanförnu birt bók eftir bók til að afhjúpa brestina í lýðræðisskipan landsins sem höfundar stjórnarskrárinnar reyndu að gera sem bezt úr garði 1787 með góðum árangri þar til nýlega að fölva hefur slegið á stjórnarskipunina. Það sést m.a. á því að tveir af síðustu þrem forsetum landsins náðu kjöri þótt höfuðandstæðingar þeirra fengju mun fleiri atkvæði á landsvísu. Kjörnir fulltrúar hafa vanrækt hagsmunamál almennings. Kaupmáttur venjulegra launa hefur staðið í stað áratug fram af áratug, kostnaður heilbrigðisþjónustu og háskólamenntunar hefur rokið upp úr öllu valdi, skólum hrakar og aðrir innviðir grotna niður. Fólkið vill þetta auðvitað ekki, en samt gerist það. Fórnarlömb ófarnaðarins fá ekki rönd við reist. Þessi lýsing á við um Bandaríkin og sumpart einnig um Bretland en ekki um Evrópu yfirleitt nema að litlu leyti. Bandaríkin og einnig Bretland að minna leyti hafa leyft misskiptingu auðs og tekna að ágerast umfram Evrópulöndin á meginlandinu þar sem reynt hefur verið að sporna gegn misskiptingu þótt hún hafi einnig ágerzt þar. Misskipting ógnar lýðræði Vanda Bandaríkjanna má að nokkru leyti rekja til þess að auðmenn hafa hert undirtökin í efnahagslífi landsins og einnig á vettvangi stjórnmálanna. Steininn tók úr 2010 þegar Hæstiréttur felldi úr gildi með eins atkvæðis mun – fimm atkvæðum gegn fjórum! – allar hömlur á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi með þeim rökum að það heyri til mannréttinda að fá að kaupa sér atfylgi stjórnmálamanna. Peningar tóku völdin í boði Hæstaréttar. Síðan hefur lýðræði í Bandaríkjunum hnignað smám saman skv. viðteknum mælikvörðum. Öll Vestur-Evrópulönd og m.a.s. nokkur fv. kommúnistaríki, þ. á m. Eistland, Lettland og Litháen, státa nú af stöndugra lýðræði en Bandaríkin. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis (1856-1941) greindi vandann. Hann sagði: „Við getum haft lýðræði í þessu landi eða við getum haft mikinn auð á fárra höndum en við getum ekki haft hvort tveggja.“ Sagan gæti endurtekið sig Hér heima virðist nú stefna í löngu fyrirsjáanleg verkföll. Átökin á vinnumarkaði nú eru sprottin úr jarðvegi misskiptingar og hnignandi lýðræðis. Að þessu leyti svipar Íslandi frekar til Bandaríkjanna og Bretlands en t.d. til annarra Norðurlanda þar sem allt er með kyrrum kjörum. Á Íslandi býr margt fólk sem telur sig bera skarðan hlut frá borði. Þessu fólki hefur ekki tekizt að rétta hlut sinn við kjörborðið. Því býst það nú til að reyna að rétta hlut sinn í kjarasamningum svo sem óbreytt vinnumarkaðslöggjöf frá 1938 veitir færi á. Það býst til að beita samtakamætti sínum til að knýja fram leiðréttingu sinna mála. Þessi kostur er ekki í boði í Bandaríkjunum þar sem miðstýringu kjarasamninga hefur aldrei verið til að dreifa og ekki heldur í Bretlandi þar sem horfið var frá miðstýringu eftir 1980. Leiði vinnudeilurnar nú til ríkisstjórnarslita og nýrra alþingiskosninga, þá mun margt af þessu fólki væntanlega skoða það sem velkominn kaupauka úr því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa vanrækt hagsmuni láglaunafólks og gefið lýðræðinu langt nef. Sagan geymir hliðstæð dæmi um stjórnarslit vegna ágreinings um kaup og kjör. Hermann Jónasson forsætisráðherra fór á fund Alþýðusambandsins 1958 til að biðja menn þar að fresta umsaminni kauphækkun. Beiðninni var hafnað með yfirgnæfandi meiri hluta. Ríkisstjórn Hermanns fór frá. Svipað gerðist 1974 þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing og boðaði til þingkosninga eftir að Björn Jónsson ráðherra, í leyfi frá starfi sínu sem forseti ASÍ, sagði sig úr stjórninni og felldi hana vegna ágreinings um kjaramál.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun