Viðskiptavinir Trump fá bitlinga frá forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 13:45 Þrátt fyrir há gjöld getur það borgað sig að vera meðlimur í klúbbum Trump eins og Mar-a-Lago. Þar fá félagar reglulega aðgang að forsetanum og sumir eru jafnvel tilnefndir í embætti. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira