Gyðingahatur færist í aukana í Þýskalandi og víðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 15:58 Frá samkomu þýskra gyðinga í borginni Bonn í fyrra. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár. Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira
Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár.
Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira