Aldrei íhugað að beita ofbeldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:45 Fyrrverandi varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, með öðrum sakborningum í dómsal í gær. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira