Löngu tímabært að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir kynnti frumvarp um stuðning við rekstur einkarekinna fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15