Skólinn, birtan og klukkan Kristín Bjarnadóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun