Mektardagar vogunarsjóða eru að baki Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 06:00 George Soros stýrir nú eingöngu eigin fjármunum en var eitt sinn einn þekktasti sjóðsstjóri heims. NordicPhotos/Getty Dæmi eru um að efnaðir sjóðsstjórar hafi kosið að draga saman seglin og stýra nú eingöngu eigin fjármunum. Þeirra á meðal er George Soros og nú er John Paulson, sem hagnaðist um 20 milljarða dollara með því að veðja á að fasteignabólan í Bandaríkjunum myndi springa fyrir rúmlega áratug, að leiða hugann að því að gera slíkt hið sama innan tveggja ára. Honum hefur ekki vegnað vel á undanförnum árum en margir fjárfestar leituðu til Paulsons eftir að frægðarsól hans reis. Ávöxtun vogunarsjóða hefur farið stiglækkandi. Hún var að meðaltali 3,4 prósent á ári frá árinu 2010 samanborið við 6,4 prósent á áratugnum frá 2000. Á blómaskeiðinu, 1990-2000, var ávöxtunin 18,3 prósent á ári. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Financial Times. Vogunarsjóðir eru þekktir fyrir að rukka tvö prósent af eignum í stýringu fyrir þjónustu sína og 20 prósent af hagnaði. Fyrrnefndur Paulson hefur sagt að þegar ávöxtunin er góð og eignir í stýringu fara vaxandi „þá rignir þóknunum af himnum ofan“.Breyttir tímar Tímarnir hafa hins vegar breyst. Nú rukka einungis þrjú prósent vogunarsjóða tvö prósent af eignum í stýringu og 16 prósent þeirra taka fimmtung af hagnaðinum. Credit Suisse telur að meðalþóknun sé nú 1,45 prósent af eignum í stýringu og 16,9 prósent af hagnaði. Skjólstæðingar vogunarsjóða kjósa nú fremur ódýrari fjárfestingarstefnu og vilja semja um lægri þóknanir. Starfsumhverfi vogunarsjóða hefur tekið stakkaskiptum. Til viðbótar við að þeim gengur erfiðlega að fá sömu þóknanir og áður, fer regluverkið sem þeir verða að fylgja sístækkandi og umhverfið til fjárfestinga verður æ strembnara. Jafnframt vilja lífeyrissjóðir ekki taka jafn mikla áhættu og vogunarsjóðir horfa til. Þeir sækjast eftir stöðugri fjárfestingarkostum. Samhliða vaxandi regluverki vex kostnaður sjóðanna til að mæta kröfunum. Nú þarf að ráða rekstrarstjóra, starfsfólk sem gætir að því að reglum sé fylgt og fjárfestatengla. Fastur kostnaður er því ávallt hár. Freistandi að skera niður Fyrir efnaðan vogunarsjóðsstjóra, sem á illa heppnaðar fjárfestingar að baki sem leitt hafa til þess að fjárfestar drógu fé úr sjóðnum, getur reynst freistandi skera niður kostnað sem fylgir því að stýra annarra manna fé. „Fjárfestar eru lífæð atvinnugreinarinnar en þeir eru kvöl og pína,“ sagði einn vogunarsjóðsstjóri í samtali við Financial Times. „Þeir skilja í raun og veru ekki hvað það er sem við gerum en finnst þeir þurfa að spyrja okkur spjörunum úr öllum stundum til að sinna störfum sínum sem fjárvörsluaðili.“ Atvinnugreinin stendur þó ekki á brauðfótum. Sjóðsstjórar sem þykja skara fram úr geta enn haft mikið að segja um kaup sín og kjör. Það hefur farið vaxandi frá árinu 2010, miðað við eignir í stýringu, að sjóðirnir láti fjárfesta bera kostnað við greiningar og tækni sem nýtt er við þeirra vinnu. Sumir kenna dapurri ávöxtun um að vogunarsjóðsstjórum hefur fjölgað hratt og því erfiðara að ávaxta fjármuni betur en það sem gengur og gerist. Aðrir kenna um að fjárfestar treysti í mun meiri mæli á tölvur og gervigreind en áður. Því til viðbótar hafa hátíðniviðskipti rutt sér til rúms. Sagt er að það geri markaði flóknari og erfiðari viðureignar. Fleiri sjóðum er lokað en opnað Á síðasta ári var 580 vogunarsjóðum af um 11 þúsund á heimsvísu lokað. Það er þriðja árið í röð sem fleiri vogunarsjóðum er lokað en er hleypt af stokkunum. Sumir hafa hætt starfsemi vegna þess að ávöxtun þeirra hefur verið döpur, aðrir vegna þess hve kostnaðarsamt það er orðið að reka litla sjóði. Fleira kemur til. Michael Platt, stofnandi BlueCrest eins stærsta vogunarsjóðs í Evrópu, vildi losna undan þeim hlekkjum sem varfærir stofnanafjárfestar festu hann í á meðan Jonathon Jacobson sem rak Highfields Capital var einfaldlega orðinn leiður á því að hanga fyrir framan tölvuskjá í þrjá og hálfan áratug. Stanley Druckenmiller, sem þekktur er fyrir að hafa fellt breska pundið ásamt læriföður sínum George Soros árið 1992, kastaði inn handklæðinu árið 2010. Hann sagðist þurfa að horfast í augu við að það að keppa á fjármálamörkuðum svo lengi hafi tekið sinn toll. Geta uppskorið ríkulega Þrátt fyrir að vogunarsjóðir glími við erfiðleika kjósa ekki margir að sýsla einvörðungu með eigið fé. Þráin til að sanna sig, spennan við að stýra himinháum fjárhæðum og það að þegar vel gengur geta allra bestu sjóðsstjórarnir uppskorið ríkulega, gerir það að verkum að fáir horfa til þess að stýra einungis eigin fjármunum. Enn fremur getur þeim reynst erfitt að ráða starfsfólk ef ekki væri fyrir þóknanir, vöxt og athyglina sem fylgir því að stýra annarra manna fé. Lýsandi dæmi er Steve Cohen. Hann neyddist til að loka vogunarsjóði sínum, S.A.C. Capital Advisors, eftir að upp komst um innherjasvik starfsmanna árið 2016. Cohen stofnaði annan vogunarsjóð um leið og hann átti þess kost. Á síðasta ári safnaði hann 5 milljörðum dollara fyrir nýjan sjóð á vegum Point 72. Hann þiggur í þóknun 2,75 prósent af eignum í stýringu og allt að 30 prósent af hagnaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dæmi eru um að efnaðir sjóðsstjórar hafi kosið að draga saman seglin og stýra nú eingöngu eigin fjármunum. Þeirra á meðal er George Soros og nú er John Paulson, sem hagnaðist um 20 milljarða dollara með því að veðja á að fasteignabólan í Bandaríkjunum myndi springa fyrir rúmlega áratug, að leiða hugann að því að gera slíkt hið sama innan tveggja ára. Honum hefur ekki vegnað vel á undanförnum árum en margir fjárfestar leituðu til Paulsons eftir að frægðarsól hans reis. Ávöxtun vogunarsjóða hefur farið stiglækkandi. Hún var að meðaltali 3,4 prósent á ári frá árinu 2010 samanborið við 6,4 prósent á áratugnum frá 2000. Á blómaskeiðinu, 1990-2000, var ávöxtunin 18,3 prósent á ári. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Financial Times. Vogunarsjóðir eru þekktir fyrir að rukka tvö prósent af eignum í stýringu fyrir þjónustu sína og 20 prósent af hagnaði. Fyrrnefndur Paulson hefur sagt að þegar ávöxtunin er góð og eignir í stýringu fara vaxandi „þá rignir þóknunum af himnum ofan“.Breyttir tímar Tímarnir hafa hins vegar breyst. Nú rukka einungis þrjú prósent vogunarsjóða tvö prósent af eignum í stýringu og 16 prósent þeirra taka fimmtung af hagnaðinum. Credit Suisse telur að meðalþóknun sé nú 1,45 prósent af eignum í stýringu og 16,9 prósent af hagnaði. Skjólstæðingar vogunarsjóða kjósa nú fremur ódýrari fjárfestingarstefnu og vilja semja um lægri þóknanir. Starfsumhverfi vogunarsjóða hefur tekið stakkaskiptum. Til viðbótar við að þeim gengur erfiðlega að fá sömu þóknanir og áður, fer regluverkið sem þeir verða að fylgja sístækkandi og umhverfið til fjárfestinga verður æ strembnara. Jafnframt vilja lífeyrissjóðir ekki taka jafn mikla áhættu og vogunarsjóðir horfa til. Þeir sækjast eftir stöðugri fjárfestingarkostum. Samhliða vaxandi regluverki vex kostnaður sjóðanna til að mæta kröfunum. Nú þarf að ráða rekstrarstjóra, starfsfólk sem gætir að því að reglum sé fylgt og fjárfestatengla. Fastur kostnaður er því ávallt hár. Freistandi að skera niður Fyrir efnaðan vogunarsjóðsstjóra, sem á illa heppnaðar fjárfestingar að baki sem leitt hafa til þess að fjárfestar drógu fé úr sjóðnum, getur reynst freistandi skera niður kostnað sem fylgir því að stýra annarra manna fé. „Fjárfestar eru lífæð atvinnugreinarinnar en þeir eru kvöl og pína,“ sagði einn vogunarsjóðsstjóri í samtali við Financial Times. „Þeir skilja í raun og veru ekki hvað það er sem við gerum en finnst þeir þurfa að spyrja okkur spjörunum úr öllum stundum til að sinna störfum sínum sem fjárvörsluaðili.“ Atvinnugreinin stendur þó ekki á brauðfótum. Sjóðsstjórar sem þykja skara fram úr geta enn haft mikið að segja um kaup sín og kjör. Það hefur farið vaxandi frá árinu 2010, miðað við eignir í stýringu, að sjóðirnir láti fjárfesta bera kostnað við greiningar og tækni sem nýtt er við þeirra vinnu. Sumir kenna dapurri ávöxtun um að vogunarsjóðsstjórum hefur fjölgað hratt og því erfiðara að ávaxta fjármuni betur en það sem gengur og gerist. Aðrir kenna um að fjárfestar treysti í mun meiri mæli á tölvur og gervigreind en áður. Því til viðbótar hafa hátíðniviðskipti rutt sér til rúms. Sagt er að það geri markaði flóknari og erfiðari viðureignar. Fleiri sjóðum er lokað en opnað Á síðasta ári var 580 vogunarsjóðum af um 11 þúsund á heimsvísu lokað. Það er þriðja árið í röð sem fleiri vogunarsjóðum er lokað en er hleypt af stokkunum. Sumir hafa hætt starfsemi vegna þess að ávöxtun þeirra hefur verið döpur, aðrir vegna þess hve kostnaðarsamt það er orðið að reka litla sjóði. Fleira kemur til. Michael Platt, stofnandi BlueCrest eins stærsta vogunarsjóðs í Evrópu, vildi losna undan þeim hlekkjum sem varfærir stofnanafjárfestar festu hann í á meðan Jonathon Jacobson sem rak Highfields Capital var einfaldlega orðinn leiður á því að hanga fyrir framan tölvuskjá í þrjá og hálfan áratug. Stanley Druckenmiller, sem þekktur er fyrir að hafa fellt breska pundið ásamt læriföður sínum George Soros árið 1992, kastaði inn handklæðinu árið 2010. Hann sagðist þurfa að horfast í augu við að það að keppa á fjármálamörkuðum svo lengi hafi tekið sinn toll. Geta uppskorið ríkulega Þrátt fyrir að vogunarsjóðir glími við erfiðleika kjósa ekki margir að sýsla einvörðungu með eigið fé. Þráin til að sanna sig, spennan við að stýra himinháum fjárhæðum og það að þegar vel gengur geta allra bestu sjóðsstjórarnir uppskorið ríkulega, gerir það að verkum að fáir horfa til þess að stýra einungis eigin fjármunum. Enn fremur getur þeim reynst erfitt að ráða starfsfólk ef ekki væri fyrir þóknanir, vöxt og athyglina sem fylgir því að stýra annarra manna fé. Lýsandi dæmi er Steve Cohen. Hann neyddist til að loka vogunarsjóði sínum, S.A.C. Capital Advisors, eftir að upp komst um innherjasvik starfsmanna árið 2016. Cohen stofnaði annan vogunarsjóð um leið og hann átti þess kost. Á síðasta ári safnaði hann 5 milljörðum dollara fyrir nýjan sjóð á vegum Point 72. Hann þiggur í þóknun 2,75 prósent af eignum í stýringu og allt að 30 prósent af hagnaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira