Sagði fórnarlömb Larry Nassar njóta þess að vera í sviðsljósinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:00 Larry Nassar fyrir dómi í fyrra. vísir/getty John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. Nassar, sem var íþróttalæknir við Ríkisháskólann í Michigan og læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, hefur hlotið þrjá refsidóma fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en dómarnir telja samtals yfir 300 ár. Engler, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Michigan, var skipaður rektor til bráðabirgða eftir að Lou Anna Simon sagði af sér sem rektor í kjölfar gagnrýni sem hún fékk fyrir það hvernig hún tók á máli Nassar.John Engler var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan fyrir ári í kjölfar máls Larry Nassar.vísir/getty„Njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar“ Engler var fyrr í mánuðinum í viðtali við Detroit News. Þar lét hann hafa það eftir sér að einhverjar þeirra stúlkna sem voru fórnarlömb Nassar væru að njóta athyglinnar sem málið veitti þeim. „Þetta mál hefur snert marga, þar á meðal stúlkur sem hafa lifað af en eru ekki í sviðsljósinu. Þær hafa að einhverju leyti átt auðveldara með að takast á við málið heldur en þær sem hafa verið í sviðsljósinu og njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar,“ sagði Engler í viðtalinu við Detroit News. Þessi ummæli Engler, sem áður hefur verið sakaður um fjandskap í garð fórnarlamba Nassar, sættu mikilli gagnrýni. Meðal þeirra sem gagnrýndu rektorinn var forseti stjórnar skólans sem sagði þau illa ígrunduð og ekki til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum Nassar eða háskólanum að takast á við málið. Engler sagði í kjölfarið af sér.Fimleikaþjálfarinn Tom Brennan og fimleikakonan Gwen Anderson, ein af fórnarlömbum Nassar, sem kom fyrir dóm í fyrra og lýsti brotum hans gegn sér.vísir/gettyTaldi þeim trú um að hann væri að veita þeim læknismeðferð Hátt í 300 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað Nassar um að hafa misnotað sig kynferðislega. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa brotið gegn tíu stúlkum. Var hann dæmdur fyrir þau brot sem og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar 156 stúlkur og konur sögðu frá brotum Nassar fyrir dómi. Á meðal þeirra sem það gerðu voru fimleikakonurnar Jordyn Wieber og Aly Raisman sem báðar kepptu á Ólympíuleikunum árið 2012 fyrir hönd Bandaríkjanna. Þá sagði ein fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, frá því á Twitter að hún hefði einnig verið misnotuð af Nassar. Fyrir dómi lýstu stúlkurnar því hvernig Nassar hefði brotið gegn þeim kynferðislega en talið þeim trú um að hann væri að veita þeim meðferð við til dæmis bakverkjum og meiðslum í nára. „Meðferð“ Nassar fólst í því að káfa á kynfærum stúlknanna og stinga fingrum inn í leggöng þeirra sem og káfa á rassi þeirra og brjóstum. Í sumum tilfellum voru foreldrar stúlknanna viðstaddir þegar Nassar veitti þeim „meðferðina.“ Þeir urðu hins vegar einskis varir, bæði vegna þess að Nassar gekk alltaf úr skugga um að foreldrarnir sæju ekki það sem fram fór en líka vegna þess að stúlkurnar og foreldrar þeirra treystu lækninum sem sagður var sá færasti í bransanum þegar kom að íþróttameiðslum.Fyrrverandi rektor háskólans ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni Síðan að lögreglan hóf að rannsaka Nassar árið 2016 hafa spjótin ekki aðeins beinst gegn honum heldur einnig þeim stofnunum sem gerðu honum kleift að starfa óáreittur með barnungum stúlkum í tugi ára og misnota þær á meðan. Þar á meðal eru Bandaríska fimleikasambandið sem og ríkisháskólinn í Michigan en skólinn samþykkti á síðasta ári að greiða fórnarlömbum Nassar samtals 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna kynferðisbrota hans. Þá sætir fyrrverandi rektor skólans, fyrrnefnd Lou Anna Simon, ákæru fyrir að ljúga að lögregluyfirvöldum um rannsókn skólans á Nassar árið 2014. Skólinn hóf rannsókn á lækninum eftir að Amanda Thomashow, 24 ára gömul kona sem leitað hafði til Nassar vegna bakverkja, kvartaði til skólans vegna kynferðisofbeldis sem hún sagði Nassar hafa beitt sig. Skólayfirvöld rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að Nassar hefði ekki gert neitt rangt. Simon á síðar að hafa sagt lögregluyfirvöldum að hún hafi heyrt af því að kvartað hefði verið undan „einhverjum íþróttalækni skólans“ en lögreglan telur að hún hafi vitað að umræddur læknir var Nassar. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. Nassar, sem var íþróttalæknir við Ríkisháskólann í Michigan og læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, hefur hlotið þrjá refsidóma fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en dómarnir telja samtals yfir 300 ár. Engler, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Michigan, var skipaður rektor til bráðabirgða eftir að Lou Anna Simon sagði af sér sem rektor í kjölfar gagnrýni sem hún fékk fyrir það hvernig hún tók á máli Nassar.John Engler var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan fyrir ári í kjölfar máls Larry Nassar.vísir/getty„Njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar“ Engler var fyrr í mánuðinum í viðtali við Detroit News. Þar lét hann hafa það eftir sér að einhverjar þeirra stúlkna sem voru fórnarlömb Nassar væru að njóta athyglinnar sem málið veitti þeim. „Þetta mál hefur snert marga, þar á meðal stúlkur sem hafa lifað af en eru ekki í sviðsljósinu. Þær hafa að einhverju leyti átt auðveldara með að takast á við málið heldur en þær sem hafa verið í sviðsljósinu og njóta þess enn á stundum, þú veist, þegar þær fá verðlaun og viðurkenningar,“ sagði Engler í viðtalinu við Detroit News. Þessi ummæli Engler, sem áður hefur verið sakaður um fjandskap í garð fórnarlamba Nassar, sættu mikilli gagnrýni. Meðal þeirra sem gagnrýndu rektorinn var forseti stjórnar skólans sem sagði þau illa ígrunduð og ekki til þess fallin að hjálpa fórnarlömbum Nassar eða háskólanum að takast á við málið. Engler sagði í kjölfarið af sér.Fimleikaþjálfarinn Tom Brennan og fimleikakonan Gwen Anderson, ein af fórnarlömbum Nassar, sem kom fyrir dóm í fyrra og lýsti brotum hans gegn sér.vísir/gettyTaldi þeim trú um að hann væri að veita þeim læknismeðferð Hátt í 300 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað Nassar um að hafa misnotað sig kynferðislega. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa brotið gegn tíu stúlkum. Var hann dæmdur fyrir þau brot sem og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar 156 stúlkur og konur sögðu frá brotum Nassar fyrir dómi. Á meðal þeirra sem það gerðu voru fimleikakonurnar Jordyn Wieber og Aly Raisman sem báðar kepptu á Ólympíuleikunum árið 2012 fyrir hönd Bandaríkjanna. Þá sagði ein fremsta fimleikakona heims, Simone Biles, frá því á Twitter að hún hefði einnig verið misnotuð af Nassar. Fyrir dómi lýstu stúlkurnar því hvernig Nassar hefði brotið gegn þeim kynferðislega en talið þeim trú um að hann væri að veita þeim meðferð við til dæmis bakverkjum og meiðslum í nára. „Meðferð“ Nassar fólst í því að káfa á kynfærum stúlknanna og stinga fingrum inn í leggöng þeirra sem og káfa á rassi þeirra og brjóstum. Í sumum tilfellum voru foreldrar stúlknanna viðstaddir þegar Nassar veitti þeim „meðferðina.“ Þeir urðu hins vegar einskis varir, bæði vegna þess að Nassar gekk alltaf úr skugga um að foreldrarnir sæju ekki það sem fram fór en líka vegna þess að stúlkurnar og foreldrar þeirra treystu lækninum sem sagður var sá færasti í bransanum þegar kom að íþróttameiðslum.Fyrrverandi rektor háskólans ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni Síðan að lögreglan hóf að rannsaka Nassar árið 2016 hafa spjótin ekki aðeins beinst gegn honum heldur einnig þeim stofnunum sem gerðu honum kleift að starfa óáreittur með barnungum stúlkum í tugi ára og misnota þær á meðan. Þar á meðal eru Bandaríska fimleikasambandið sem og ríkisháskólinn í Michigan en skólinn samþykkti á síðasta ári að greiða fórnarlömbum Nassar samtals 500 milljónir dollara í skaðabætur vegna kynferðisbrota hans. Þá sætir fyrrverandi rektor skólans, fyrrnefnd Lou Anna Simon, ákæru fyrir að ljúga að lögregluyfirvöldum um rannsókn skólans á Nassar árið 2014. Skólinn hóf rannsókn á lækninum eftir að Amanda Thomashow, 24 ára gömul kona sem leitað hafði til Nassar vegna bakverkja, kvartaði til skólans vegna kynferðisofbeldis sem hún sagði Nassar hafa beitt sig. Skólayfirvöld rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að Nassar hefði ekki gert neitt rangt. Simon á síðar að hafa sagt lögregluyfirvöldum að hún hafi heyrt af því að kvartað hefði verið undan „einhverjum íþróttalækni skólans“ en lögreglan telur að hún hafi vitað að umræddur læknir var Nassar.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent