Samfélagslega mikilvægt að styrkja fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:02 Lilja segir það skipta máli fyrir íslenskt mál, menningu og lýðræðislega umræðu að styrkja fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira