Umsvifamikill auðjöfur keypti dýrustu fasteign Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 16:44 Íbúðin er á efstu fjórum hæðum 220 Central Park South-skýjakljúfsins. Getty/Jeenah Moon Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris Bandaríkin Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris
Bandaríkin Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira