Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 12:33 Þeim hefur sérstaklega fækkað sem telja Trump standa sig vel í að halda fjárlagahallanum í skefjum. Vísir/EPA Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00