Einar Árni: Ákveðin fegurð í að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. janúar 2019 21:45 Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leik vísir/anton Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Dominos-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“
Dominos-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira