Endurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:30 Baldur Ragnarsson og strákarnir hans í Þór unnu ótrúlegan sigur á KR í gær. Vísir/Daníel Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45
Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00