„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2019 11:45 Frá mótmælum við upptökuver R Kelly í Chicago í liðinni viku en myllumerkið MuteRKELLY er eitt þeirra sem hefur verið notað til þess að vekja athygli á þeim brotum sem hann er sakaður um. vísir/getty Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. Í byrjun janúar sýndi sjónvarpsstöðin Lifetime heimildarþættina Surviving R Kelly en í þeim er fjallað ítarlega um ásakanirnar sem komið hafa fram á hendur söngvaranum. Það má hins vegar segja að það sé ekkert nýtt að Kelly sé sakaður um kynferðisbrot en svo virðist sem að almenningur sé fyrst núna að leggja við hlustir, ekki hvað síst vegna MeToo-byltingarinnar. Átti að hafa gifst 15 ára stelpu R Kelly hefur notið gríðarlegra vinsælda þrátt fyrir þrálátan orðróm um ofbeldisfull sambönd hans við konur og barnungar stelpur. Þannig skrifaði hann og framleiddi fyrstu plötu söngkonunnar Aaliyah árið 1994, þegar hún var 15 ára. Greint var frá því að Kelly hefði gifst henni á laun þar sem það hefði brotið í bága við lög að giftast svo ungri stúlku. Sjálfur var Kelly þá 27 ára gamall en platan hét því kaldhæðnislega nafni Age Ain‘t Nothing but a Number. Sagt var að Kelly og Aaliyah hefðu falsað fæðingardag hennar á hjúskaparvottorðinu en árið 1995 var hjónabandið svo ógilt. Aaliyah höfðaði síðan mál til þess að fá öllum gögnum varðandi hjónabandið eytt og síðar neituðu Kelly og Aaliyah því að þau hefðu nokkurn tímann verið gift. R Kelly á tónleikum í febrúar í fyrra.vísir/getty Samdi utan dómstóla við fimm konur Árið 1996 höfðaði Tiffany Hawkins svo mál gegn Kelly til greiðslu skaðabóta allt að tíu milljónum dollara. Sakaði Hawkins söngvarann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og haft við hana samræði þegar hún var 15 ára en þau voru saman í þrjú ár. Sambandið hófst þegar Hawkins var 15 ára og Kelly 24 ára. Samið var um málið utan dómstóla og greiddi Kelly Hawkins 250 þúsund dollara í bætur. Kelly samdi utan dómstóla við fjórar aðrar konur sem sökuðu hann um ofbeldi á árunum 2001 til 2002. Ein þeirra sagðist hafa átt í ofbeldisfullu sambandi við söngvarann þegar hún var 17 ára og önnur kvaðst hafa orðið ólétt eftir hann þegar hún var undir lögaldri. Sagði hún Kelly hafa neytt hana til þess að fara í fóstureyðingu. Söngkonan Aaliyah er ein af þeim sem talið er að R Kelly hafi mögulega misnotað en hún lést í flugslysi árið 2001.vísir/getty Gátu ekki fullyrt að Kelly væri maðurinn í myndbandinu Árið 2008 kom Kelly síðan fyrir dómara í fyrsta og eina skiptið en hann var þá ákærður fyrir framleiðslu á barnaklámi. Var talið að hann hefði sjálfur tekið myndefni af sér að misnota unglingsstúlku kynferðislega en á myndbandinu átti hann að sjást pissa á 14 ára gamla stúlku. Kviðdómur sýknaði Kelly þar sem hann taldi sig ekki geta fullyrt að maðurinn í myndbandinu væri söngvarinn vinsæli. Það var svo árið 2017 sem fregnir fóru að berast af því að Kelly hefði heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Sögðu foreldrar kvennanna að Kelly væri með þær í nokkurs konar sértrúarsöfnuði en söngvarinn var sagður halda konunum annars vegar í Chicago og hins vegar í Atlanta. Lögregluyfirvöld í báðum borgunum hafa hafið rannsókn á Kelly vegna ásakana í hans garð um ofbeldi og misnotkun en söngvarinn hefur staðfastlega neitað öllu sem hann hefur verið sakaður um. Catch this never before seen clip from #SurvivingRKelly. Watch the encore presentation tonight at 6/5c. pic.twitter.com/Zvq1P0bXdm — Lifetime (@lifetimetv) January 11, 2019 „Tíminn er útrunninn“ Ein kvennanna sem steig fram í þáttunum Surviving R Kelly, Faith Rodgers, var spurð að því á blaðamannafundi í vikunni hvað hún vildi segja við söngvarann ef hann væri að hlusta. „Tíminn er útrunninn,“ sagði Rodgers án þess að hika og vísaði þar í fjöldahreyfinguna Time‘s Up sem spratt upp í kjölfar MeToo og hefur það að markmiði að vinna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni. Fórnarlömbum Kelly þykir án efa tími til kominn að hann verði látinn svara til saka en margir velta því nú fyrir sér hvers vegna það tók svona langan tíma að ná ekki bara eyrum yfirvalda heldur samfélagsins alls. Margir nefna vinsældir Kelly en aðrir húðlit þeirra kvenna sem ofbeldið beindist gegn en þær eru svartar. „Fólk spyr hvers vegna enginn tók eftir þessu. Svarið er að það tóku allir eftir þessu. Öllum var sama því við vorum svartar stelpur,“ sagði Mikki Kendall, ein kvennanna sem steig fram í Surviving R Kelly. R Kelly hefur notið mikilla vinsælda í fjöldamörg ár.vísir/getty Ekki „fyrirmyndarfórnarlömb“ Undir þetta tekur Treva Lindsey, prófessor við ríkisháskólann í Ohio, sem hefur rannsakað ofbeldi gegn svörtum konum. „Þessar svörtu konur og stelpur voru ekki „fyrirmyndarfórnarlömb,““ segir Lindsey og bendir á að meinfýsi gegn þeim sé „normalíseruð“ og það byrji á toppnum, hjá sjálfum Bandaríkjaforseta. „Sumar af illgjörnustu árásum Trump gegn einstaklingum hafa beinst að svörtum konum, til dæmis Maxine Waters og April Ryan,“ segir Lindsey. Að hennar mati kristallast goðsögnin um að svartar konur séu svo kynferðislega virkar í máli Kelly. „Þetta er svo rasísk saga, sérstaklega þegar kemur að kynferðisofbeldi. Svartir menn sem voru sakaðir um að nauðga hvítum konum voru hengdir án dóms og laga á meðan það var ekki refsivert að nauðga svörtum konum; það var ekki hægt að nauðga þeim,“ segir Lindsey og kveðst telja að þessi hugmyndafræði hafi ef til vill náð fótfestu á meðal svartra Bandaríkjamanna. All allies in the fight against sexual violence must take a stand on this issue, and stand together in defense of women of color. #MuteRKellyhttps://t.co/TEa1MTliKT — TIME'S UP (@TIMESUPNOW) January 9, 2019 Gæti verið ákærður fyrir ýmis brot „Þessi orðræða „Æ, þessar stelpur vita alveg hvað þær eru að gera“ er hluti af því hvers vegna það verður síðan erfitt að sjá 14 ára svarta stelpu algjörlega sem fórnarlamb á myndbandi sem er álitið barnaklám,“ segir Lindsey. Þá er samfélag svartra í Bandaríkjunum klofið vegna máls Kelly. Fjöldi fólks hefur lýst yfir stuðningi við hann, meðal annars með því að mæta í afmæli hans á klúbbi í Chicago í síðustu viku á sama tíma og mótmælendur komu saman við upptökuver hans í borginni. „Mér er fokking sama um það sem er í gangi í kvöld,“ sagði Kelly við afmælisgestina. Komist yfirvöld í Chicago og Atlanta að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar á hendur Kelly um ofbeldi gegn konum og stúlkum eigi við rök að styðjast gæti hann átt verið ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars að halda stúlkum nauðugum og að misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Hvort af ákærum verði á hendur söngvaranum á hins vegar eftir að koma í ljós. Byggt á umfjöllun Guardian, Vulture og CNN. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. 17. janúar 2019 11:04 „Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. Í byrjun janúar sýndi sjónvarpsstöðin Lifetime heimildarþættina Surviving R Kelly en í þeim er fjallað ítarlega um ásakanirnar sem komið hafa fram á hendur söngvaranum. Það má hins vegar segja að það sé ekkert nýtt að Kelly sé sakaður um kynferðisbrot en svo virðist sem að almenningur sé fyrst núna að leggja við hlustir, ekki hvað síst vegna MeToo-byltingarinnar. Átti að hafa gifst 15 ára stelpu R Kelly hefur notið gríðarlegra vinsælda þrátt fyrir þrálátan orðróm um ofbeldisfull sambönd hans við konur og barnungar stelpur. Þannig skrifaði hann og framleiddi fyrstu plötu söngkonunnar Aaliyah árið 1994, þegar hún var 15 ára. Greint var frá því að Kelly hefði gifst henni á laun þar sem það hefði brotið í bága við lög að giftast svo ungri stúlku. Sjálfur var Kelly þá 27 ára gamall en platan hét því kaldhæðnislega nafni Age Ain‘t Nothing but a Number. Sagt var að Kelly og Aaliyah hefðu falsað fæðingardag hennar á hjúskaparvottorðinu en árið 1995 var hjónabandið svo ógilt. Aaliyah höfðaði síðan mál til þess að fá öllum gögnum varðandi hjónabandið eytt og síðar neituðu Kelly og Aaliyah því að þau hefðu nokkurn tímann verið gift. R Kelly á tónleikum í febrúar í fyrra.vísir/getty Samdi utan dómstóla við fimm konur Árið 1996 höfðaði Tiffany Hawkins svo mál gegn Kelly til greiðslu skaðabóta allt að tíu milljónum dollara. Sakaði Hawkins söngvarann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og haft við hana samræði þegar hún var 15 ára en þau voru saman í þrjú ár. Sambandið hófst þegar Hawkins var 15 ára og Kelly 24 ára. Samið var um málið utan dómstóla og greiddi Kelly Hawkins 250 þúsund dollara í bætur. Kelly samdi utan dómstóla við fjórar aðrar konur sem sökuðu hann um ofbeldi á árunum 2001 til 2002. Ein þeirra sagðist hafa átt í ofbeldisfullu sambandi við söngvarann þegar hún var 17 ára og önnur kvaðst hafa orðið ólétt eftir hann þegar hún var undir lögaldri. Sagði hún Kelly hafa neytt hana til þess að fara í fóstureyðingu. Söngkonan Aaliyah er ein af þeim sem talið er að R Kelly hafi mögulega misnotað en hún lést í flugslysi árið 2001.vísir/getty Gátu ekki fullyrt að Kelly væri maðurinn í myndbandinu Árið 2008 kom Kelly síðan fyrir dómara í fyrsta og eina skiptið en hann var þá ákærður fyrir framleiðslu á barnaklámi. Var talið að hann hefði sjálfur tekið myndefni af sér að misnota unglingsstúlku kynferðislega en á myndbandinu átti hann að sjást pissa á 14 ára gamla stúlku. Kviðdómur sýknaði Kelly þar sem hann taldi sig ekki geta fullyrt að maðurinn í myndbandinu væri söngvarinn vinsæli. Það var svo árið 2017 sem fregnir fóru að berast af því að Kelly hefði heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Sögðu foreldrar kvennanna að Kelly væri með þær í nokkurs konar sértrúarsöfnuði en söngvarinn var sagður halda konunum annars vegar í Chicago og hins vegar í Atlanta. Lögregluyfirvöld í báðum borgunum hafa hafið rannsókn á Kelly vegna ásakana í hans garð um ofbeldi og misnotkun en söngvarinn hefur staðfastlega neitað öllu sem hann hefur verið sakaður um. Catch this never before seen clip from #SurvivingRKelly. Watch the encore presentation tonight at 6/5c. pic.twitter.com/Zvq1P0bXdm — Lifetime (@lifetimetv) January 11, 2019 „Tíminn er útrunninn“ Ein kvennanna sem steig fram í þáttunum Surviving R Kelly, Faith Rodgers, var spurð að því á blaðamannafundi í vikunni hvað hún vildi segja við söngvarann ef hann væri að hlusta. „Tíminn er útrunninn,“ sagði Rodgers án þess að hika og vísaði þar í fjöldahreyfinguna Time‘s Up sem spratt upp í kjölfar MeToo og hefur það að markmiði að vinna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni. Fórnarlömbum Kelly þykir án efa tími til kominn að hann verði látinn svara til saka en margir velta því nú fyrir sér hvers vegna það tók svona langan tíma að ná ekki bara eyrum yfirvalda heldur samfélagsins alls. Margir nefna vinsældir Kelly en aðrir húðlit þeirra kvenna sem ofbeldið beindist gegn en þær eru svartar. „Fólk spyr hvers vegna enginn tók eftir þessu. Svarið er að það tóku allir eftir þessu. Öllum var sama því við vorum svartar stelpur,“ sagði Mikki Kendall, ein kvennanna sem steig fram í Surviving R Kelly. R Kelly hefur notið mikilla vinsælda í fjöldamörg ár.vísir/getty Ekki „fyrirmyndarfórnarlömb“ Undir þetta tekur Treva Lindsey, prófessor við ríkisháskólann í Ohio, sem hefur rannsakað ofbeldi gegn svörtum konum. „Þessar svörtu konur og stelpur voru ekki „fyrirmyndarfórnarlömb,““ segir Lindsey og bendir á að meinfýsi gegn þeim sé „normalíseruð“ og það byrji á toppnum, hjá sjálfum Bandaríkjaforseta. „Sumar af illgjörnustu árásum Trump gegn einstaklingum hafa beinst að svörtum konum, til dæmis Maxine Waters og April Ryan,“ segir Lindsey. Að hennar mati kristallast goðsögnin um að svartar konur séu svo kynferðislega virkar í máli Kelly. „Þetta er svo rasísk saga, sérstaklega þegar kemur að kynferðisofbeldi. Svartir menn sem voru sakaðir um að nauðga hvítum konum voru hengdir án dóms og laga á meðan það var ekki refsivert að nauðga svörtum konum; það var ekki hægt að nauðga þeim,“ segir Lindsey og kveðst telja að þessi hugmyndafræði hafi ef til vill náð fótfestu á meðal svartra Bandaríkjamanna. All allies in the fight against sexual violence must take a stand on this issue, and stand together in defense of women of color. #MuteRKellyhttps://t.co/TEa1MTliKT — TIME'S UP (@TIMESUPNOW) January 9, 2019 Gæti verið ákærður fyrir ýmis brot „Þessi orðræða „Æ, þessar stelpur vita alveg hvað þær eru að gera“ er hluti af því hvers vegna það verður síðan erfitt að sjá 14 ára svarta stelpu algjörlega sem fórnarlamb á myndbandi sem er álitið barnaklám,“ segir Lindsey. Þá er samfélag svartra í Bandaríkjunum klofið vegna máls Kelly. Fjöldi fólks hefur lýst yfir stuðningi við hann, meðal annars með því að mæta í afmæli hans á klúbbi í Chicago í síðustu viku á sama tíma og mótmælendur komu saman við upptökuver hans í borginni. „Mér er fokking sama um það sem er í gangi í kvöld,“ sagði Kelly við afmælisgestina. Komist yfirvöld í Chicago og Atlanta að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar á hendur Kelly um ofbeldi gegn konum og stúlkum eigi við rök að styðjast gæti hann átt verið ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars að halda stúlkum nauðugum og að misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Hvort af ákærum verði á hendur söngvaranum á hins vegar eftir að koma í ljós. Byggt á umfjöllun Guardian, Vulture og CNN.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. 17. janúar 2019 11:04 „Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. 17. janúar 2019 11:04
„Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24