Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2019 22:30 Nick Foles leiddi Philadelphia Eagles til sigurs í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í fyrra. Hann á möguleika á að endurtaka leikinn nú. Getty/Patrick Smith Deildarkeppninni í NFL-deildinni lauk aðfaranótt gamlársdags og er ljóst hvaða tólf lið eru komin áfram í úrslitakeppnina sem hefst um helgina. Raunar voru aðeins tvö sæti laus fyrir lokaumferðina á sunndag en í henni náðu Indianapolis Colts og ríkjandi Super Bowl-meistararnir í Philadelphia að tryggja sér síðustu sætin í úrslitakeppninni sem í boði voru. Það var þó annað í húfi, svo sem hvaða lið fengu heimavallarrétt í úrslitakeppninni og hvaða lið sitja hjá í fyrstu umferðinni. Efstu liðin í báðum deildum, Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni, héldu þó velli þar sem öll unnu sína leiki um helgina. Þjóðardeildin (NFC)Tímabilið var mikil vonbrigði fyrir Kirk Cousins og félaga hjá Minnesota Vikings.Getty/Hannah FoslienMesta spennan var um hvort að Eagles eða Minnesota Vikings myndu fá sjötta sætið í deildinni og þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni. Minnesota stóð betur að vígi og hefði með sigri á Chicago Bears komist áfram. Chicago hafði að litlu að keppa. Liðið var öruggt með þriðja sæti deildarinnar en gat skotist upp í annað sætið (og fengið frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar) með sigri ef LA Rams hefði tapað fyrir San Francisco 49ers. Rams vann hins vegar þann leik með yfirburðum. Minnesota komst alla leið í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra (þar sem liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles) en tímabilið í ár hefur verið vonbrigði. Samið var við leikstjórnandann Kirk Cousins fyrir háar fjárhæðir fyrir tímabilið en hann stóð ekki undir væntingum, allra síst í leiknum gegn Chicago þar sem sókn Minnesota komst aldrei í gang. Svo fór að Minnesota tapaði fyrir Chicago, 24-10, og náði aðeins 185 sóknarjördum í leiknum. Á sama tíma náði Philadelphia Eagles að vinna Washington Redskins örugglega, 24-0, þrátt fyrir að aðalleikstjórnadinn Carson Wentz sé enn frá vegna meiðsla. Nick Foles leysti Wentz af hólmi og gerði það vel, alveg eins og hann gerði á síðasta tímabili er Wentz sleit krossband í hné. Foles fór þá liðið með alla leið í Super Bowl þar sem öskubuskuævintýri hans endaði með ótrúlegum sigri. Hver veit nema að Foles eigi annað eins ævintýrum í vændum nú? New Orleans Saints var öruggt með efsta sæti deildarinnar fyrir umferðina og fær þar með heimavallarrétt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Saints og LA Rams unnu bæði þrettán leiki og höfnuðu í efstu tveimur sætunum. Þau sitja því hjá í fyrstu umferðinni. Ameríkudeildin (AFC)Tom Brady er enn einu sinni kominn í úrslitakeppnina í NFL-deildinni. Hann er 41 árs, hefur átta sinnum komist í Super Bowl og unnið fimm sinnum.Getty/Maddie MeyerFyrir umferðina á sunnudag voru stærstu spurningarnar tvær - hvort New England Patriots næði öðru sæti deildarinnar og hvaða lið myndi ná sjötta sætinu. Patriots og Houston Texans áttu bæði möguleika á öðru sætinu og þar með fá frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sagan sýnir að það skiptir Patriots máli en leikstjórnandinn Tom Brady hefur átta sinnum farið með liðið í Super Bowl en í öll átta skiptin hefur liðið fengið frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Patriots var greinilega vel meðvitað um þetta enda yfirspilaði liðið New York Jets á öllum sviðum á sunnudag og vann leikinn örugglega, 38-3. Patriots mun því hvíla um helgina, rétt eins og Kansas City Chiefs sem gersigraði Oakland Raiders, 35-3. Það var svo hreinn úrslitaleikur um sjötta sætið á milli Indianapolis Colts og Tennessee Titans en bæði lið kepppa í suðurriðli deildarinnar. Tennessee varð fyrir áfalli fyrir leik en aðalleikstjórnandi liðsins, Marcus Mariota, gat ekki spilað í leiknum vegna meiðsla. Svo fór að Colts, með Andrew Luck fremstan í flokki, vann nokkuð þægilegan sigur, 33-17. Luck hefur verið frábær á seinni hluta tímabilsins og skyldi ekki afskrifa Colts í úrslitakeppninni, sérstaklega ef að Luck heldur uppteknum hætti. ÚrslitakeppninPatrick Mahomes afrekaði að gefa 50 snertimarkssendingar á nýliðnu tímabili. Aðeins Tom Brady og Peyton Manning hafa náð þeim áfanga. Mahomes er hins vegar á sínu öðru tímabili í deildinni - virðist vera rétt svo að byrja.Getty/David EulittNFL er skipt í tvær deildir - Ameríkudeildina (AFC) og Þjóðardeildina (NFC). Tólf lið komast í úrslitakeppnina, sex úr hvorri deild. Báðum deildum er skipt í fjóra riðla og sigurvegari hvers riðils er öruggur með sæti í úrslitakeppninni. Liðunum fjórum er svo styrkleikaraðað samkvæmt árangri:Ameríkudeildin: 1. Kansas City Chiefs (12 sigrar og 4 töp) - úr vesturriðli 2. New England Patriots (11-5) - úr norðurriðli 3. Houston Texans (11-5) - úr suðurriðli 4. Baltimore Ravens (10-6) - úr austurriðliÞjóðadeildin: 1. New Orleans Saints (13-3) - úr suðurriðli 2. LA Rams (13-3) - úr vesturriðli 3. Chicago Bears (12-4) - úr norðurriðli 4. Dallas Cowboys (10-6) - úr austurriðli Þá eru eftir fjögur sæti í úrslitakeppninni - tvö í Þjóðadeildinni og tvö í Ameríkudeildinni. Þessi sæti fá þau lið sem bestum árangri náði en unnu ekki sína riðla, svokölluð Wild Card-lið. Þessi lið eru ávallt sett í fimmta og sjötta sæti hvorrar deildar. Vitanlega er liðið með betri árangur ofar. Eins og sjá má hér fyrir neðan vann Chargers alls tólf leiki og er ásamt Chiefs með besta árangur allra liða í Ameríkudeildinni. En þar sem Chiefs og Chargers eru saman í riðli og Chargers með lakari innbyrðisárangur í riðlinum sjálfum hafnaði Chargers í öðru sæti í vesturriðlinum og varð þar með annað tveggja Wild Card-liða Ameríkudeildarinnar.Ameríkudeildin: 5. LA Chargers (12-4) - úr vesturriðli 6. Indianapolis Colts (10-6) - úr suðurriðliÞjóðardeildin: 5. Seattle Seahawks (10-6) - úr vesturriðli 6. Philadelhia Eagles (9-7) - úr austurriðli KeppnisfyrirkomulagiðDrew Brees er meðal reyndustu leikmanna NFL-deildarinnar og hefur sjaldan spilað betur en í ár. Hann gæti farið alla leið með New Orleans Saints í þetta skiptið og þar með endurtekið leikinn frá 2009.Getty/Chris GraythenSpilað er til þrautar í hvorri deild með útsláttarfyrirkomulagi þar sem sigurvegari er krýndur. Sigurvegarar deildanna tveggja mætast svo í Super Bowl-leiknum sem fer ávallt fram á hlutlausum velli. Í ár fer leikurinn í Mercedes-Benz Stadium í Atlanta í Georgíu, heimavelli Atlanta Falcons. Fram að því eru þrjár umferðir í úrslitakeppninni og fær það lið sem er ofar í styrkleikaröðuninni að spila á heimavelli.1. umferð (Wild Card-helgin) Eins og áður hefur komið fram munu efstu tvö liðin úr hvorri deild sitja hjá í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Í fyrstu umferðinni, Wild Card-helginni, mætast hin liðin sem komust í úrslitakeppnina, átta talsins. Í báðum deildum er fyrirkomulagið það sama - liðið sem hafnaði í þriðja sæti tekur á móti liðinu sem varð í sjötta sæti. Fjórða sætið leikur svo gegn fimmta sætinu.2. umferð (Divisional Playoffs) Fjögur lið komast því áfram í aðra umferð og mæta þá liðunum fjórum sem sátu hjá. Nú kemur styrkleikaröðunin aftur við sögu en í Ameríkudeildinni mun Chiefs ávallt mæta lægst skrifaða liðinu sem eftir stendur og hið sama á við um Saints í Þjóðadeildinni.3. umferð (Conference Championships) Í þriðju umferð eru svo aðeins tvö lið eftir í hvorri deild. Þau lið spila til úrslita í sinni deild þannig að eftir stendur Ameríkudeildarmeistari og Þjóðardeildarmeistari. Næstu leikirFjórir leikir fara fram um helgina og verða allir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Laugardagur: Kl. 21:35 Houston Texans - Indianapolis Colts Kl. 01:15 Dallas Cowboys - Seattle SeahawksSunnudagur: Kl. 18:05 Baltimore Ravens - LA Chargers Kl. 21:40 Chicago Bears - Philadelphia Eagles NFL Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Deildarkeppninni í NFL-deildinni lauk aðfaranótt gamlársdags og er ljóst hvaða tólf lið eru komin áfram í úrslitakeppnina sem hefst um helgina. Raunar voru aðeins tvö sæti laus fyrir lokaumferðina á sunndag en í henni náðu Indianapolis Colts og ríkjandi Super Bowl-meistararnir í Philadelphia að tryggja sér síðustu sætin í úrslitakeppninni sem í boði voru. Það var þó annað í húfi, svo sem hvaða lið fengu heimavallarrétt í úrslitakeppninni og hvaða lið sitja hjá í fyrstu umferðinni. Efstu liðin í báðum deildum, Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni, héldu þó velli þar sem öll unnu sína leiki um helgina. Þjóðardeildin (NFC)Tímabilið var mikil vonbrigði fyrir Kirk Cousins og félaga hjá Minnesota Vikings.Getty/Hannah FoslienMesta spennan var um hvort að Eagles eða Minnesota Vikings myndu fá sjötta sætið í deildinni og þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni. Minnesota stóð betur að vígi og hefði með sigri á Chicago Bears komist áfram. Chicago hafði að litlu að keppa. Liðið var öruggt með þriðja sæti deildarinnar en gat skotist upp í annað sætið (og fengið frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar) með sigri ef LA Rams hefði tapað fyrir San Francisco 49ers. Rams vann hins vegar þann leik með yfirburðum. Minnesota komst alla leið í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra (þar sem liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles) en tímabilið í ár hefur verið vonbrigði. Samið var við leikstjórnandann Kirk Cousins fyrir háar fjárhæðir fyrir tímabilið en hann stóð ekki undir væntingum, allra síst í leiknum gegn Chicago þar sem sókn Minnesota komst aldrei í gang. Svo fór að Minnesota tapaði fyrir Chicago, 24-10, og náði aðeins 185 sóknarjördum í leiknum. Á sama tíma náði Philadelphia Eagles að vinna Washington Redskins örugglega, 24-0, þrátt fyrir að aðalleikstjórnadinn Carson Wentz sé enn frá vegna meiðsla. Nick Foles leysti Wentz af hólmi og gerði það vel, alveg eins og hann gerði á síðasta tímabili er Wentz sleit krossband í hné. Foles fór þá liðið með alla leið í Super Bowl þar sem öskubuskuævintýri hans endaði með ótrúlegum sigri. Hver veit nema að Foles eigi annað eins ævintýrum í vændum nú? New Orleans Saints var öruggt með efsta sæti deildarinnar fyrir umferðina og fær þar með heimavallarrétt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Saints og LA Rams unnu bæði þrettán leiki og höfnuðu í efstu tveimur sætunum. Þau sitja því hjá í fyrstu umferðinni. Ameríkudeildin (AFC)Tom Brady er enn einu sinni kominn í úrslitakeppnina í NFL-deildinni. Hann er 41 árs, hefur átta sinnum komist í Super Bowl og unnið fimm sinnum.Getty/Maddie MeyerFyrir umferðina á sunnudag voru stærstu spurningarnar tvær - hvort New England Patriots næði öðru sæti deildarinnar og hvaða lið myndi ná sjötta sætinu. Patriots og Houston Texans áttu bæði möguleika á öðru sætinu og þar með fá frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sagan sýnir að það skiptir Patriots máli en leikstjórnandinn Tom Brady hefur átta sinnum farið með liðið í Super Bowl en í öll átta skiptin hefur liðið fengið frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Patriots var greinilega vel meðvitað um þetta enda yfirspilaði liðið New York Jets á öllum sviðum á sunnudag og vann leikinn örugglega, 38-3. Patriots mun því hvíla um helgina, rétt eins og Kansas City Chiefs sem gersigraði Oakland Raiders, 35-3. Það var svo hreinn úrslitaleikur um sjötta sætið á milli Indianapolis Colts og Tennessee Titans en bæði lið kepppa í suðurriðli deildarinnar. Tennessee varð fyrir áfalli fyrir leik en aðalleikstjórnandi liðsins, Marcus Mariota, gat ekki spilað í leiknum vegna meiðsla. Svo fór að Colts, með Andrew Luck fremstan í flokki, vann nokkuð þægilegan sigur, 33-17. Luck hefur verið frábær á seinni hluta tímabilsins og skyldi ekki afskrifa Colts í úrslitakeppninni, sérstaklega ef að Luck heldur uppteknum hætti. ÚrslitakeppninPatrick Mahomes afrekaði að gefa 50 snertimarkssendingar á nýliðnu tímabili. Aðeins Tom Brady og Peyton Manning hafa náð þeim áfanga. Mahomes er hins vegar á sínu öðru tímabili í deildinni - virðist vera rétt svo að byrja.Getty/David EulittNFL er skipt í tvær deildir - Ameríkudeildina (AFC) og Þjóðardeildina (NFC). Tólf lið komast í úrslitakeppnina, sex úr hvorri deild. Báðum deildum er skipt í fjóra riðla og sigurvegari hvers riðils er öruggur með sæti í úrslitakeppninni. Liðunum fjórum er svo styrkleikaraðað samkvæmt árangri:Ameríkudeildin: 1. Kansas City Chiefs (12 sigrar og 4 töp) - úr vesturriðli 2. New England Patriots (11-5) - úr norðurriðli 3. Houston Texans (11-5) - úr suðurriðli 4. Baltimore Ravens (10-6) - úr austurriðliÞjóðadeildin: 1. New Orleans Saints (13-3) - úr suðurriðli 2. LA Rams (13-3) - úr vesturriðli 3. Chicago Bears (12-4) - úr norðurriðli 4. Dallas Cowboys (10-6) - úr austurriðli Þá eru eftir fjögur sæti í úrslitakeppninni - tvö í Þjóðadeildinni og tvö í Ameríkudeildinni. Þessi sæti fá þau lið sem bestum árangri náði en unnu ekki sína riðla, svokölluð Wild Card-lið. Þessi lið eru ávallt sett í fimmta og sjötta sæti hvorrar deildar. Vitanlega er liðið með betri árangur ofar. Eins og sjá má hér fyrir neðan vann Chargers alls tólf leiki og er ásamt Chiefs með besta árangur allra liða í Ameríkudeildinni. En þar sem Chiefs og Chargers eru saman í riðli og Chargers með lakari innbyrðisárangur í riðlinum sjálfum hafnaði Chargers í öðru sæti í vesturriðlinum og varð þar með annað tveggja Wild Card-liða Ameríkudeildarinnar.Ameríkudeildin: 5. LA Chargers (12-4) - úr vesturriðli 6. Indianapolis Colts (10-6) - úr suðurriðliÞjóðardeildin: 5. Seattle Seahawks (10-6) - úr vesturriðli 6. Philadelhia Eagles (9-7) - úr austurriðli KeppnisfyrirkomulagiðDrew Brees er meðal reyndustu leikmanna NFL-deildarinnar og hefur sjaldan spilað betur en í ár. Hann gæti farið alla leið með New Orleans Saints í þetta skiptið og þar með endurtekið leikinn frá 2009.Getty/Chris GraythenSpilað er til þrautar í hvorri deild með útsláttarfyrirkomulagi þar sem sigurvegari er krýndur. Sigurvegarar deildanna tveggja mætast svo í Super Bowl-leiknum sem fer ávallt fram á hlutlausum velli. Í ár fer leikurinn í Mercedes-Benz Stadium í Atlanta í Georgíu, heimavelli Atlanta Falcons. Fram að því eru þrjár umferðir í úrslitakeppninni og fær það lið sem er ofar í styrkleikaröðuninni að spila á heimavelli.1. umferð (Wild Card-helgin) Eins og áður hefur komið fram munu efstu tvö liðin úr hvorri deild sitja hjá í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Í fyrstu umferðinni, Wild Card-helginni, mætast hin liðin sem komust í úrslitakeppnina, átta talsins. Í báðum deildum er fyrirkomulagið það sama - liðið sem hafnaði í þriðja sæti tekur á móti liðinu sem varð í sjötta sæti. Fjórða sætið leikur svo gegn fimmta sætinu.2. umferð (Divisional Playoffs) Fjögur lið komast því áfram í aðra umferð og mæta þá liðunum fjórum sem sátu hjá. Nú kemur styrkleikaröðunin aftur við sögu en í Ameríkudeildinni mun Chiefs ávallt mæta lægst skrifaða liðinu sem eftir stendur og hið sama á við um Saints í Þjóðadeildinni.3. umferð (Conference Championships) Í þriðju umferð eru svo aðeins tvö lið eftir í hvorri deild. Þau lið spila til úrslita í sinni deild þannig að eftir stendur Ameríkudeildarmeistari og Þjóðardeildarmeistari. Næstu leikirFjórir leikir fara fram um helgina og verða allir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Laugardagur: Kl. 21:35 Houston Texans - Indianapolis Colts Kl. 01:15 Dallas Cowboys - Seattle SeahawksSunnudagur: Kl. 18:05 Baltimore Ravens - LA Chargers Kl. 21:40 Chicago Bears - Philadelphia Eagles
NFL Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira