Segist reiðubúinn til fundar við Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:30 Frá nýársávarpi Kim Jon Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi alræðisríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubúinn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkjaforseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyongyang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, tilbúin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkisstjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðisherrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Leiðtogi alræðisríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubúinn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkjaforseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyongyang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, tilbúin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkisstjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðisherrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira