Mikil togstreita hefur myndast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Geir Þorsteinsson hefur unnið hjá KSÍ stærstan hluta starfsævinnar. Hann vill verða formaður Knattspyrnusambands Íslands á ný. Fréttablaðið/Valli Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir Þorsteinsson leiða Knattspyrnusamband Íslands á nýjan leik. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem var kjörinn í ársbyrjun 2017 þegar Geir steig til hliðar eftir að hafa verið formaður KSÍ í áratug. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver veitir sambandinu forystu næstu tvö árin. „Ég hef fengið töluvert mikla hvatningu. Ég hef starfað innan íslenskrar knattspyrnu allt mitt líf og núna hef ég þessa þörf til að gera nauðsynlegar breytingar til að við getum tekið framförum. Ég veit að ég er maðurinn til að gera það og ég mun reyna að sannfæra aðildarfélögin um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir að tíminn í burtu hafi opnað augu sín fyrir breytingum sem þurfi að gera á skipulagi KSÍ. Hann vill festa í lögum KSÍ það sem hann kallar „Deildina“ og starfsemi hennar og segir að saman eigi aðildarfélögin, Deildin og KSÍ að vinna að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Geir segir að þetta muni fela í sér mestu kerfisbreytingar í rúmlega 70 ára sögu KSÍ. Gamaldags stjórnunarhættirGuðni Bergsson, formaður KSÍ.Fréttablaðið/Anton Brink„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir. „Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.“ Geir segir að rekstur félaganna í landinu sé þungur og það þurfi að efla hann. Auka þurfi veg Íslandsmótsins sem hafi setið aðeins á hakanum í góðæri íslensku landsliðanna. „Við munum byrja að vinna saman aftur og í takt öll hreyfingin. Umfang rekstursins hjá aðildarfélögunum hefur aukist mikið síðustu ár. Þetta er mikill rekstur og það þarf að styrkja hann. Það þarf að markaðssetja Íslandsmótið betur. Félögin þurfa meiri tekjur úr þessari átt,“ sagði Geir. Eiga ekki að standa fyrir utan„Við getum stigið skref strax á næsta ári en við við þurfum að gera heildarlagabreytingar til að deildasamtökin verði raunverulegur hluti af KSÍ en ekki afl sem stendur fyrir utan hreyfinguna. Það hefur orðið til þess að alltof mikil togstreita hefur myndast. Einingin hefur raskast.“ Helsta kosningamál sitjandi formanns, Guðna Bergssonar, var að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur hins vegar ekki enn gerst. Geir segir að fara verði að vilja aðildarfélaga KSÍ í þessu máli. Þarf að vera í sátt við félöginGuðni Bergsson og Erik Hamrén.vísir/getty„Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að forysta KSÍ gangi í takt við aðildarfélögin. Ef það á að fara í svona breytingar þarf það að vera í sátt við aðildarfélögin.“ Geir starfaði um langt árabil hjá KSÍ og er öllum hnútum kunnugur á bæ. Hann var lengi framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og var svo kjörinn formaður þess 2007. Því starfi gegndi hann til 2017. Hann kveðst stoltur af sínum verkum fyrir KSÍ og segir að hann geti haldið áfram að láta gott af sér leiða. „Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast,“ sagði Geir. Hann hefur fulla trú á sigri í formannskjörinu. „Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir Þorsteinsson leiða Knattspyrnusamband Íslands á nýjan leik. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem var kjörinn í ársbyrjun 2017 þegar Geir steig til hliðar eftir að hafa verið formaður KSÍ í áratug. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver veitir sambandinu forystu næstu tvö árin. „Ég hef fengið töluvert mikla hvatningu. Ég hef starfað innan íslenskrar knattspyrnu allt mitt líf og núna hef ég þessa þörf til að gera nauðsynlegar breytingar til að við getum tekið framförum. Ég veit að ég er maðurinn til að gera það og ég mun reyna að sannfæra aðildarfélögin um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir að tíminn í burtu hafi opnað augu sín fyrir breytingum sem þurfi að gera á skipulagi KSÍ. Hann vill festa í lögum KSÍ það sem hann kallar „Deildina“ og starfsemi hennar og segir að saman eigi aðildarfélögin, Deildin og KSÍ að vinna að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Geir segir að þetta muni fela í sér mestu kerfisbreytingar í rúmlega 70 ára sögu KSÍ. Gamaldags stjórnunarhættirGuðni Bergsson, formaður KSÍ.Fréttablaðið/Anton Brink„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir. „Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.“ Geir segir að rekstur félaganna í landinu sé þungur og það þurfi að efla hann. Auka þurfi veg Íslandsmótsins sem hafi setið aðeins á hakanum í góðæri íslensku landsliðanna. „Við munum byrja að vinna saman aftur og í takt öll hreyfingin. Umfang rekstursins hjá aðildarfélögunum hefur aukist mikið síðustu ár. Þetta er mikill rekstur og það þarf að styrkja hann. Það þarf að markaðssetja Íslandsmótið betur. Félögin þurfa meiri tekjur úr þessari átt,“ sagði Geir. Eiga ekki að standa fyrir utan„Við getum stigið skref strax á næsta ári en við við þurfum að gera heildarlagabreytingar til að deildasamtökin verði raunverulegur hluti af KSÍ en ekki afl sem stendur fyrir utan hreyfinguna. Það hefur orðið til þess að alltof mikil togstreita hefur myndast. Einingin hefur raskast.“ Helsta kosningamál sitjandi formanns, Guðna Bergssonar, var að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur hins vegar ekki enn gerst. Geir segir að fara verði að vilja aðildarfélaga KSÍ í þessu máli. Þarf að vera í sátt við félöginGuðni Bergsson og Erik Hamrén.vísir/getty„Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að forysta KSÍ gangi í takt við aðildarfélögin. Ef það á að fara í svona breytingar þarf það að vera í sátt við aðildarfélögin.“ Geir starfaði um langt árabil hjá KSÍ og er öllum hnútum kunnugur á bæ. Hann var lengi framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og var svo kjörinn formaður þess 2007. Því starfi gegndi hann til 2017. Hann kveðst stoltur af sínum verkum fyrir KSÍ og segir að hann geti haldið áfram að láta gott af sér leiða. „Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast,“ sagði Geir. Hann hefur fulla trú á sigri í formannskjörinu. „Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira