Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku. Dominos-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku.
Dominos-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira