Fyrrverandi umsjónarmaður Rússarannsóknarinnar ætlar að hætta Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 14:01 Rosenstein hefur mátt þola harðar árásir Trump forseta vegna Rússarannsóknarinnar sem hann hafði lengi umsjón með. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja. Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni. Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið. Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega. Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja. Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni. Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið. Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega. Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55
Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37