Snjallforrit velta meiru en í fyrra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Greiningarfyrirtækið App Annie tók tölfræðina saman. Nordicphotos/Getty Niðurhal á snjallforritum, eða öppum, fyrir snjallsíma jókst um tíu prósent á árinu miðað við árið í fyrra. Þá jókst velta appa um tuttugu prósent. Greiningarfyrirtækið App Annie tók tölfræðina saman og telur að bæði leikir og forrit sem krefjast áskriftar séu helstu orsakavaldarnir. Þau þrjú öpp, önnur en leikir, sem veltu mestu á heimsvísu á árinu eru Netflix, Tinder og Tencent Video. Það síðastnefnda er einkum vinsælt í Kína en fleiri kínversk öpp má finna á listanum. Til að mynda Youku og iQIYI. Sé litið til leikja eru Fate/Grand Order, Honour of Kings og Monster Strike í efstu þremur sætunum. Neðar má finna kunnuglega titla á borð við Candy Crush Saga, Pokémon GO, Clash of Clans og Clash Royale. Athygli vekur að Fortnite er ekki á listanum, en leikurinn er þó í boði fyrir Android og iOS. Ástæðan er sú að fyrir Android-síma er leikurinn ekki í appverslun Google, Play Store. Þess í stað er hann í sérstakri appverslun útgefandans, Epic Games. Búast má við því að fleiri fyrirtæki feti í fótspor Epic Games eða setji leiki sína í þá appverslun enda tekur fyrirtækið minni hluta af veltunni til sín en Google. Tólf prósent samanborið við þrjátíu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Niðurhal á snjallforritum, eða öppum, fyrir snjallsíma jókst um tíu prósent á árinu miðað við árið í fyrra. Þá jókst velta appa um tuttugu prósent. Greiningarfyrirtækið App Annie tók tölfræðina saman og telur að bæði leikir og forrit sem krefjast áskriftar séu helstu orsakavaldarnir. Þau þrjú öpp, önnur en leikir, sem veltu mestu á heimsvísu á árinu eru Netflix, Tinder og Tencent Video. Það síðastnefnda er einkum vinsælt í Kína en fleiri kínversk öpp má finna á listanum. Til að mynda Youku og iQIYI. Sé litið til leikja eru Fate/Grand Order, Honour of Kings og Monster Strike í efstu þremur sætunum. Neðar má finna kunnuglega titla á borð við Candy Crush Saga, Pokémon GO, Clash of Clans og Clash Royale. Athygli vekur að Fortnite er ekki á listanum, en leikurinn er þó í boði fyrir Android og iOS. Ástæðan er sú að fyrir Android-síma er leikurinn ekki í appverslun Google, Play Store. Þess í stað er hann í sérstakri appverslun útgefandans, Epic Games. Búast má við því að fleiri fyrirtæki feti í fótspor Epic Games eða setji leiki sína í þá appverslun enda tekur fyrirtækið minni hluta af veltunni til sín en Google. Tólf prósent samanborið við þrjátíu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira