Útskýrði af hverju Google-leit að „hálfvita“ skilar myndum af Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 12:00 Svona raðar Google upp leitarniðurstöðum sé leitað að enska orðinu idiot í myndaleit Google. Mynd/Skjáskot Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google. Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google.
Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00
Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38