Valdís Þóra og Haraldur Franklín kylfingar ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2018 15:45 Valdís Þóra og Haraldur Franklín mynd/gsí Valdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru kylfingar ársins 2018 að mati Golfsambands Íslands. Valdís Þóra hlýtur tilnefninguna í annað sinn en hún lék í ár á Evrópumótaröðinni, hennar annað tímabil í röð á mótaröðinni. Skagakonan endaði í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar og tryggði sig snemma áfram á næsta tímabil á mótaröðinni. Besti árangur Valdísar í ár var þriðja sætið á móti í Ástralíu. Valdís var í fjögurra manna liði Íslands sem sigraði á EM í golfi í blandaðri liðakeppni, en mótið var haldið í fyrsta skipti í ágúst. Haraldur Franklín varð fyrstur íslenskra karlkylfinga til þess að kommast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og einnig fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í risamóti á atvinnumótaröð. Haraldur var þar fimm höggum frá niðurskurðinum. Haraldur lék á Norrdic atvinnumótaröðinni í ár, sem er þriðja sterkasta mótaröð Evrópu. Þar endaði hann í 55. sæti á stigalistanum. Þetta er einnig í annað sætið sem Haraldur hlýtur tilnefninguna kylfingur ársins. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru kylfingar ársins 2018 að mati Golfsambands Íslands. Valdís Þóra hlýtur tilnefninguna í annað sinn en hún lék í ár á Evrópumótaröðinni, hennar annað tímabil í röð á mótaröðinni. Skagakonan endaði í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar og tryggði sig snemma áfram á næsta tímabil á mótaröðinni. Besti árangur Valdísar í ár var þriðja sætið á móti í Ástralíu. Valdís var í fjögurra manna liði Íslands sem sigraði á EM í golfi í blandaðri liðakeppni, en mótið var haldið í fyrsta skipti í ágúst. Haraldur Franklín varð fyrstur íslenskra karlkylfinga til þess að kommast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og einnig fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í risamóti á atvinnumótaröð. Haraldur var þar fimm höggum frá niðurskurðinum. Haraldur lék á Norrdic atvinnumótaröðinni í ár, sem er þriðja sterkasta mótaröð Evrópu. Þar endaði hann í 55. sæti á stigalistanum. Þetta er einnig í annað sætið sem Haraldur hlýtur tilnefninguna kylfingur ársins.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira