Seinni bylgjan: Hugsanlega bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 14:30 Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson. Vísir/Daníel Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira