Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 16:39 Fyrirtæki Trump og hann sjálfur er sagður hafa hagnast mest á framlögum í góðgerðasjóðinn sem rekinn var í nafni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30