Flynn bað um frest á dómsuppkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 18:06 Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira