Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 09:55 Sjálfboðaliðar Hvítu hjálmanna að störfum. Þeir eru nú orðnir skotmark bæði rússneskra áróðursmeistara og sýrlenska stjórnarhersins. Vísir/EPA Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á. Rússland Sýrland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á.
Rússland Sýrland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira