Vala Eiríks velur plötur ársins 2018: „Fékk bónerinn minn aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Vala Eiríks starfar á FM957. Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir á FM 957 hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Ylja – Dætur Þessar stelpur eru uppáhaldið mitt og sem sérlegur þjóðlagaperri kolféll ég fyrir plötunni, Dætur. Vel unnin, hrein og tær. Raddirnar þeirra fara fullkomlega saman og gefa lögunum sem við þekkjum öll og elskum nýtt líf, með fortíðarsjarma samt.2. Todmobile – Hermaur Þetta er kannski pínku svindlsvar þar sem þetta er safnplata, en hún kom út á þessu ári svo ég leyfi mér bara víst að setja hana á listann minn. Elska Todmobile, að eilífu, Amen.3. Herra Hnetusmjör – Hetjan úr hverfinu Ókei, ég veit að allir sem mig þekkja fá hland fyrir hjartað núna, enda hata ég rapp.. Hata. En ég veit ekki. Hnetusmjör lætur mér líða svalri þegar ég hlusta á hann og lagið Keyra og Upp Til Hópa tryggir þriðja sætið á þessum lista. Erlendar plötur ársins: 1. Børns – Blue Madonna Ég uppgötvaði Børns fyrr á þessu ári og hef verið húkkt síðan. Sko óþolandi húkkt. Hann er töfrar og tónlistin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Myndi giftast honum ef hann vildi mig. Uppáhalds lagið á plötunni er Faded Heart.2. Muse - Simulation Theory Það er eitthvað við hljóminn þeirra sem bara heldur mér. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið pínkulítið föst í fortíðinni hvað Muse varðar, en svo kom þessi plata! Ómægod hvað ég fékk bónerinn minn aftur. Ég verð eiginlega að taka Propaganda sérstaklega fyrir, því það er áráttulagið mitt þessa dagana, alveg nettur Prince í því.3. First Aid Kit – Ruins Ég er með netta First Aid Kit áráttu, alveg síðan ég heyrði Wolf. Ef þú kannt að meta vandaða texta, melodíur sem tala við sálina þína og fullkomnar raddanir þá eru sænsku drottningarnar þínar. Ruins er unaður. Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir á FM 957 hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Ylja – Dætur Þessar stelpur eru uppáhaldið mitt og sem sérlegur þjóðlagaperri kolféll ég fyrir plötunni, Dætur. Vel unnin, hrein og tær. Raddirnar þeirra fara fullkomlega saman og gefa lögunum sem við þekkjum öll og elskum nýtt líf, með fortíðarsjarma samt.2. Todmobile – Hermaur Þetta er kannski pínku svindlsvar þar sem þetta er safnplata, en hún kom út á þessu ári svo ég leyfi mér bara víst að setja hana á listann minn. Elska Todmobile, að eilífu, Amen.3. Herra Hnetusmjör – Hetjan úr hverfinu Ókei, ég veit að allir sem mig þekkja fá hland fyrir hjartað núna, enda hata ég rapp.. Hata. En ég veit ekki. Hnetusmjör lætur mér líða svalri þegar ég hlusta á hann og lagið Keyra og Upp Til Hópa tryggir þriðja sætið á þessum lista. Erlendar plötur ársins: 1. Børns – Blue Madonna Ég uppgötvaði Børns fyrr á þessu ári og hef verið húkkt síðan. Sko óþolandi húkkt. Hann er töfrar og tónlistin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Myndi giftast honum ef hann vildi mig. Uppáhalds lagið á plötunni er Faded Heart.2. Muse - Simulation Theory Það er eitthvað við hljóminn þeirra sem bara heldur mér. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið pínkulítið föst í fortíðinni hvað Muse varðar, en svo kom þessi plata! Ómægod hvað ég fékk bónerinn minn aftur. Ég verð eiginlega að taka Propaganda sérstaklega fyrir, því það er áráttulagið mitt þessa dagana, alveg nettur Prince í því.3. First Aid Kit – Ruins Ég er með netta First Aid Kit áráttu, alveg síðan ég heyrði Wolf. Ef þú kannt að meta vandaða texta, melodíur sem tala við sálina þína og fullkomnar raddanir þá eru sænsku drottningarnar þínar. Ruins er unaður.
Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira