Tileinkar Bjarka Má bókina Íslensk knattspyrna 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Bjarki og Ástrós með dóttur sína. Skjámynd/S2 Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira